Morgunn - 01.12.1963, Page 19
MORGUNN
93
og veru ekkert annað en áframhald eða bergmál af lífi
voru hér,, þó það virðist hafa á sér veruleikablæ. Stund-
um verður það næstum eins og nákvæm copía af jarð-
lífinu, að öðru leyti en því, að allt gengur liðugra og
léttara en í efnisheiminum. Fullnæging óskanna kostar
ekki eins mikið erfiði og það er þá líka ástæðan fyrir
því, að þetta líf verður ekki eins þroskandi til lengdar
og verður leiðigjarnt. En það er ágætt til hvíldar og til
að vinna úr reynslu jarðlfsins til fullnustu, en það gefst
okkur stundum ekki tími til í striti lífsbaráttunnar.
Eg hef stundum spurt kunningja mína, sem komnir
eru yfir um,. hvað þeir hafi fyrir stafni, og er svarið
hérum bil ævinlega t.d. ef um bónda er að ræða: Ja, ég
bý nú eiginlega ennþá á jörðinni minni, hver svo sem
hún var. Guðmundur Davíðsson ritaði ósjálfrátt bók,
sem hann nefndi: Islendingabyggð á öðrum hnetti og
þar var Akureyri og Eyjafjörður í líku horfi og hér,
þar sem horfnar kynslóðir bjuggu á líkan hátt og fyrr.
Allt þetta styður kenning þeirra Frederic Myers og Miss
Cummins. Og mér dettur í hug, að þessi kunni líka að
vera ástæðan fyrir þeirri einkennilegu kenningu rúss-
neska dulspekingsins Ouspenskys, að menn lifi í raunog
veru upp aftur og aftur sama lífinu.
Dvöl manna á þessu sviði er misjafnlega löng allt eft-
ir þroska og upplagi. Að því kemur þó alltaf um síðir,
að mönnum tekur að leiðast. Lífið verður of fyrirhafn-
arlítið og tilbreytingasnautt, þótt reyndar séu menn að-
eins fangar sinna eigin takmarkana. Æðra eðli manns-
ins segir til sín og taka þeir að þrá dýpri reynslu. Ef
þeir eru ekki þroskaðir fyrir hærri svið, hverfa þeir
venjulegast aftur til jarðarinnar og endurfæðast þar til
nýrra viðfangsefna. En margir hverfa til hærra tilveru-
stigs, sem Myers nefnir eidos, en það mundi svara til
himnaríkis kristinna manna og hugheima guðspekinga.
Þar er miklu dýrlegra að vera og margt fleira að skynja
og læra. Sumir hverfa þó einnig héðan til jarðarinnar