Morgunn - 01.12.1963, Qupperneq 50
124
MORGUNN
fyrri reynsla ættbálksins hefir látið eftir sig nokkur þau
spor í lífi þeirra, að hvetja þau til ákveðinna viðbragða.
gegn reynslu þeirra í dag. En mjög er vafasamt, hvort
þetta er nokkuð meira en ómeðvitaður og óljós grunur.
Það eru engin rök fyrir því að hundur geti sagt við
sjálfan sig: „Þegar ég gerði þetta síðast, var ég barinn
fyrir það.“
Ef ekki er um greinilegt minni og þessvegna sjálfs-
vitund að ræða, er persónuleiki ekki ennþá orðinn til.
Þannig er dýrið ekki persónuleiki, ekki persóna. Það lif-
ir í augnablikinu, lítur hvorki um öxl, né horfir fram.
Það er lítið meira en vél, sem hvað eftir annað svarar
með sömu viðbrögðum, þegar þrýst er á sama hnapp.
Það kemur því ekki til mála, að persónuleiki dýrsins
lifi líkamsdauðann, því að dýrið er ekki persóna. Og
hvar á að draga markalínuna? Getur þér verið alvara
með að trúa því, að skelfiskurinn og kólerusóttkveikjan
séu gædd ódauðleika?
önnur ástæða þess, að mjög er erfitt að hugsa sér
framhaldslíf dýra eru þessi:
Það sýnist sem öllum ætti að vera augljóst, að lífvera,
sem ekki er gædd sjálfsvitund og greinilegu minni, get-
ur ekki verið gædd siðaskyni. Þegar hundur, sem hefir
rænt mat í búrinu, læðist burt, er alls ekki réttmætt að
segja: „Hann veit að hann hefir gert rangt.“ Viðbrögð
hundsins má fyllilega skýra sem hræðslu, en ekki sem
meðvitund um rétt og rangt. Hin siðræna röksemd fyrir
framhaldslífi nær ekki til dýranna.
En þá komum vér aftur að því, sem vér hurfum frá:
Hvenær á þróunarferlinum byrjar ódauðleikinn? Það
sýnist ógerlegt að draga markalínuna milli þeirra, sem
fyrir ákveðna tímatakmörkun og eftir hana eru fæddir.
Þeir sem fæddir séu fyrir þann tíma, séu ódauðlegir,
þeir sem fæddir séu eftir hann, séu ekki ódauðleika
gæddir.
Svarið kann að vera það, að mannlegar verur séu og