Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Síða 51

Morgunn - 01.12.1963, Síða 51
MORGUNN 125 verði dýr, þangað til þeir ,,endurfæðast“ í einhverjum skilningi. Markalínuna kann Guð auðvitað að draga, en vér menn ekki. En ég hefi sáralitla löngun til að full- yrða mikið um, hvernig Guð dregur þessa línu, og það- an af síður hefi ég löngun til að segja, hvernig eða hvar hann ætti að draga hana. Óhugsandi er ekki, að þessa markalínu beri ekki að draga milli dýra og manna, heldur einfaldlega milli manna, þannig að sumir þeirra séu ódauðlegir, en aðrir ekki, eða m.ö.o., að sumir menn séu endurfæddir til ó- dauðleika en aðrir ekki. Slíka endurfæðingu má ekki takmarka við þá, sem eftir skilningi N.-testamentisins hafa endurfæðst í Kristi. Allir menn, sem í sannleika er hægt að segja um, að leiti Guðs, hvort sem þeir eru sér þess meðvitandi eða ekki, allir menn, sem hafa op- inn hug við æðri markmiðum og möguleikum, siðrænna og andlegra lífi en lifað verður hér á jörðu, og þrá það í einlægni, — þessir menn munu vissulega öðlast gjöf eilífs lífs. Um hroka hefir þeim mönnum verið brugðið,, sem vænta sáluhjálpar fyrir sjálfa sig, en geta samt ekki trúað því, að allar mannsálir frelsist. Við þessari á- sökun á kristinn maður svar. Traust hans grundvallast ekki á því, að hann sé þessarar gjafar verðugur, og ekki á því, að hann hafi unnið sjálfur til hjálpræðisins, traust hans, von hans grundvallast á náð Guðs. Þótt hann sé ekki Kalvínstrúarmaður getur hann bent á, að það eru engir eigin verðleikar að veita viðtöku hinni frjálsu gjöf fyrirgefningarinnar. Og sé hann Kalvínstrúarmað- ur, eins og ég held, að þeir sem hugsa djúpt, hljóti að vera, á þann hátt, að hann sér að frelsi mannsins er ekki ósamrímanlegt alveldi Guðs, þá mun hann með enn meiri djörfung fá borið af sér þá afsökun, að hjálpar- vissa hans beri hroka vitni. Það var einmitt vegna þess, að Kalvín taldi sjálfan sig ekki betri en aðra menn af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.