Morgunn - 01.12.1963, Page 59
MORGUNN
133
„Sökktu þér niður í sjálfan þig, og þú munt finna
HANN,“sagði meistari Eckhart.
Sálarfriðinn á hugleiðingin að gefa, hreinleikann
endurspeglun hins sanna veruleika. Og þá deyr blekking
heimsins.
Þetta er ekki auðveld, auðfarin leið. 1 hugleiðingasal
klaustursins er munkurinn látinn algerlega einn. Þar
stoðar ekki að biðja. Hugleiðingin er komin í stað bæn-
arinnar.
Þarna þóttist ég komast að raun um, að markmiðinu
ná ekki margir. Þó hitti ég þar búddhamunka, sem virt-
ist hafa tekizt þetta til fullnustu, að upplifa hinn full-
komna, innra frið, sálarfriðinn. Þeir sögðu mér, að sál
þeirra væri orðin eins og hið hreina uppsprettuvatn,, sem
aldrei gæti orðið áhreint aftur. Þeir kváðust „sjá“ hinn
eilífa heim andans, sáu hann í undursamlegum litum,
heyrðu hina undursamlegu hljómlist, og greindu guðina
guðina sjálfa.
*
Hugleiðingin er einnig þungamiðja í andlegu lífi Ind-
lands.
Þegar heimspekingar hins forna Indlands höfðu kom-
izt að raun um „óveruleika" þessa heim og höfðu fundið
skýringuna á ranglæti og þjáningum hans í endurholdg-
unartrúnni og hinu ósveigjanlega réttlætislögmáli, Karma,
vaknaði með þeim hin sterka þrá eftir lausn frá hinni
endalausu hringrás endurfæðinganna.
Og til þess að öðlast þessa lausn var nauðsynlegt, út
frá indverskum skilningi, að segja skilið við allt náttúr-
legt mannlíf, deyða með sér alla girnd og frelsa sálina
þannig úr þeim fjötrum, sem líkamslífið hefir fellt
hana í.
Leiðin varð: Meinlætalíf í hugleiðingum.
*