Morgunn - 01.12.1963, Page 79
Árni Óla:
Huglækningar
(Útvarpserindi 6. des. 1963)
★
Hvað sem menn segja um sköpun jarðar, eru allir
sammála um, að upphaflega hafi hún verið auð og ó-
byggileg. Lífið hefir því flutzt hingað eftir að hún var
sköpuð, og það hlýtur að vera afsprengi alheimslífsins.
Því tókst með einhverjum ráðum, sem menn skilja ekki
enn, að skapa sér líkama úr efnum jarðar. Maðurinn,
sem vér teljum æðstu lífveruna, er því bæði andi og lík-
ami. Hvort tveggja lýtur alheimslögum, en þó sitt með
hvorum hætti frá voru sjónarmiði. Því að þrátt fyrir öll
vor rniklu vísindi, er þar eyða í þekkingunni, og milli
lífræns og ólífræns efnis opin gjá, sem ekki hefur auðn-
ast að brúa. Vísindin geta sagt fyrir um gang himin-
tungla, en þegar að því kemur að segja fyrir um við-
brögð lifandi vera, þá bregzt bogalistin.
Nú hafa atomvísindin sannað, að ekkert fast efni er
til, efnið er í rauninni bundin orka. Lífið eða andinn, er
einnig orka, en með öðrum hætti. U,m manninn mætti
segja, að sálin, lífmagnið, hafi tekið sér bústað í bund-
inni orku. Hvor orkutegundin hefir áhrif á hina og und-
ir samstarfi þeirra er það komið, hvort manninum líður
vel eða illa.
Ef þú slasast muntu kenna þjáninga. En þá leitar þú
læknis, og læknirinn gerir að meiðslunum. Hann gefur
þér kvalastillandi meðul, hann hreinsar sár og saumar
þau saman, hann bindur um beinbrot o.s. frv. En ef þú
hlýtur andlega áverka, þá eru þeir ekki síður þjáninga-