Morgunn - 01.12.1963, Qupperneq 81
MORGUNN
155
Spiritual Healers." Forseti þess er Harry Edwards,
frægasti huglæknirinn sem nú er uppi.
Huglæknar áttu í fyrstu erfitt uppdráttar í Englandi,
en það breyttist mjög eftir að þeir stofnuðu þetta félag
1954. í því er enginn sem ekki hefir fært sönnur á, að
hann sé huglæknir. Þeir hafa allir fengið lækningaleyfi
og skilríki hjá félaginu og villa því ekki á sér heimildir.
Þetta hefir komið í veg fyrir að allskonar loddarar
gerðu sér mat úr því að þykjast vera huglæknar, flek-
uðu fjöldann og gerðu huglækningar tortryggilegar. Fé-
lagsmenn keppa að því að ná samvinnu við lækna. Og
nú er svo komið, að fjöldi lækna hefir samvinnu við þá,
og þeir hafa fengið aðgang að rúmlega 200 sjúkrahúsum
í Lundúnum.
Á hverju ári heldur Edwards, ásamt samstarfsmönn-
um sínum opinberar lækningasamkomur í stærstu sam-
komuhúsum Englands. Á þessum samkomum er komið
með sjúklinga, sem læknar telja ólæknandi, — en þama
hafa gerzt svo furðulegar lækningar,, að áhorfendur hafa
staðið á öndinni af undrun. Aðsókn að þessum samkom-
um er svo mikil, að allir aðgöngumiðar eru pantaðir
löngu fyrirfram. Eru þess dæmi að allt að 7000 áhorf-
endur hafi verið á slíkri samkomu, en 5-6000 oft. Það
eru því nógir vottar að þeim lækningum, sem þama
hafa gerzt.
Auk þessa hafa Edwards og samstarfsmenn hansfar-
ið til útlanda eftir áskorunum og haft lækningasamkom-
ur í Hollandi, Þýzkalandi, Sviss, Kýpur og Bandaríkj-
unum. Árangurinn af þessu hefir orðið sá, að huglækn-
ingar hafa stórum aukizt í þessum löndum. Þar hafa
komið fram nýir og nýir huglæknar, sem fengið hafa
viðurkenningu frá brezka félaginu. Er nú í ráði að
stofna á næsta ári (1964) Alþjóðasamband huglækna,
með félagsdeildum í ýmsum löndum.
Vegna þess að þörf er fyrir æ fleiri huglækna á Eng-
landi, hefir félagið þar sumarskóla eða námskeið á hverju