Morgunn - 01.12.1969, Síða 1
Morgunn 50 ára
☆
Um þessi áramót er Morgunn, tímarit Sálarrannsókna-
félags Islands, fimmtíu ára. Það er ekki aðeins rétt og skylt,
heldur einnig mikið fagnaðarefni, að geta nú minnzt þessa
merka afmælis með nokkrum orðum.
Það þurfti áreiðanlega mikinn stórhug, bjartsýni og óbil-
andi trú á sigur málefnisins hjá fyrsta forseta félagsins
Einari H. Kvaran rithöfundi, varaforseta þess Haraldi Níels-
syni, prófessor, og raunar félagsstjórninni allri til þess að
ráðast í þetta fyrirtæki, að hefja útgáfu tímarits á vegum
félagsins, er það var aðeins ársgamalt og félaust að kalla
með öllu. Samkvæmt reikningi þess í árslok 1919, nam eign
þess aðeins kr. 2033.12. En þetta sýnir mætavel trú forvígis-
mannanna á sigur hugsjónanna, sigur Morgunsins, enda var
kjörorð ritsins frá upphafi þetta: „Hugsjónir rætast, þá
mun aftur morgna“.
Ekki var þó flasað að neinu í þessum málum. Áhugamenn
munu þegar hafa tekið að ræða útgáfu sérstaks tímarits til
þess að kynna sálarrannsóknirnar löngu áður en Sálarrann-
sóknafélagið var stofnað, sennilega ekki löngu eftir að fyrstu
deilurnar hófust um spíritismann hér á landi árið 1905. Var,
að sögn Einars H. Kvarans, þessum málum komið svo langt
áleiðis, að Björn Jónsson, ritstjóri og ráðherra, sem var ein-
dreginn stuðningsmaður þessa máls, hafði lofað að gerast
kostnaðarmaður hins nýja tímarits. En hann lézt, eins og
kunnugt er, 24. nóvember 1912. Mun lát hans hafa leitt til
þess, að málið dróst á langinn.
En þegar Sálarrannsóknafélag Islands hafði verið stofn-
að í árslok 1918, komst nýr skriður á málið. Að vísu var hið
6