Morgunn - 01.12.1969, Page 2
84
MORGUNN
nýstofnaða félag þess ómáttugt að kosta útgáfu slíks tíma-
rits. En ýmsir einstaklingar innan þess munu hafa lofað
fjárframlögum. Hagstæðir samningar tókust við Isafoldar-
prentsmiðju. Þar með var útgáfa Morguns ákveðin, góðu
heilli.
Og nú var hvorki smátt né kotungslega af stað farið.
Fyrsti árgangur Morguns var hvorki meira né minna en um
250 síður lesmáls í Skírnis-broti. Svipaðri stærð hélt tíma-
ritið fyrstu áratugina. En eftir að félagið tók sjálft að öllu
leyti að sér útgáfu þess, hefur lesmál þess árlega verið um
160—200 síður og er svo enn. 1 inngangsorðum ritstjóra
Morguns, Einars H. Kvarans, kemst hann að orði á þessa
leið:
„Langt er síðan farið var að ráðgera að koma út hér í
bænum tímariti, eitthvað svipað því, sem Morgni er ætlað
að verða. Eitt sinn var svo langt komið, að útgáfa slíks rits
var ráðin og fyrsta ritgjörðin samin. Björn Jónsson ætlaði
að verða kostnaðarmaðurinn. En málið komst ekki lengra.
Síðan hefur oft verið um það talað, en ekkert orðið úr fram-
kvæmdum.
Eg get hugsað mér, að það hafi verið vel farið — mjög
sennilegt, að tíminn hafi ekki verið kominn. En það er sann-
færing mín, að nú sé hann kominn.
„Hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna“, segir skáldið.
Eg trúi því, að í þeim skilningi sé að morgna. Mér skilst
svo, að nú sé að roða af þeim degi, er sumar af göfugustu
hugsjónum mannkynsins eru að rætast.
Þrátt fyrir ískyggileg kólguský virðist mér, til dæmis að
taka, sem glampinn hafi aldrei verið jafnsterkur í hinum
menntaða heimi yfirieitt af bræðralags- og jafnréttishug-
sjónum. Nú er það að minnsta kosti viðurkennt í orði, að
rétturinn eigi að ríkja í sambúð þjóðanna, byrjunarráðstaf-
anir hafa verið til þess gerðar, að sú kenning megi komast í
framkvæmd, og mikið af heiminum vonar, að reynt verði
að haga sér eftir henni. Eins er nú að verða, svo að segja