Morgunn - 01.12.1969, Page 12
94
MORGUNN
„Faðir yðar1 kom eitt sinn til mín með eintak af „Review
of Reviews“, sem hann var áskrifandi að. William T. Stead
var ritstjóri og útgefandi þessa merka tímarits, eins og þér
vitið. Faðir yðar vildi sýna mér grein, sem Stead hafði skrif-
að um bók, sem þá var nýkomin út, en um bókina sagði
Stead, að þetta væri ekki bók mánaðarins, eða bók ársins,
heldur bók aldarinnar. En þetta var hið mikla rit eftir Frede-
ric W. H. Myers, „Human Personality and its Survival of
Bodily Death“. Fyrst bókin var svona merkileg eins og Stead
sagði, lék mér nokkur hugur á að lesa hana, en verðið var
svo hátt, tvær og hálf gínea (kr. 47.65), sem var geypiverð
miðað við þá tíma, og ég treysti mér engan veginn til þess
að kaupa hana.
Amtmaður, sem stöðu sinnar vegna hafði yfirumsjón
með Amtsbókasafninu á Akureyri, sagði þá að bókina mætti
kaupa fyrir safnið, og ég fengið hana léða. Þetta var gert,
bókin barst fljótlega til safnsins, og ég fékk hana til lestrar.
Ég þaullas bókina allan þann vetur, og þarf ég ekki að skýra
yður frá því hvílík áhrif hún hafði á mig og skoðanir mínar,
enda er öllum kunnugt um þær“.
Þótt þetta sé með tilvitnunarmerkjum, skal ég ekki full-
yrða að orðalagið hafi verið nákvæmlega eins og E. H. K.
komst að orði, en efnislega er frásögnin rétt.
1 áðurnefndri ræðu séra Kristins Daníelssonar segir svo:
„Það eru 90 ár síðan spratt fyrsti vísir að nútíma sál-
arrannsóknum, og þaÖ eru 35 ár síSan hann kynntist
þeim fyrst. Fyrri var ekki vakin athygli hans á þeim, þó
aS hann hefSi veriS sílesandi og lesiS kynstrin öll af alls
konar frœSum (Leturbreyting mín. E.P.B.). Á því
furðaði hann sig sjálfur. En svo hljótt hafði verið um
slíkt mál í heimsblöðum, tímaritum og fræðiritum ára-
tugi framan af. Þá fékk hann þó, nær því af tilviljun,
1) Páll Briem, sem var amtmaður á Akureyri frá 1894—1904. Ein-
ar H. Kvaran var ritstjóri Norðurlands á Akureyri 1901—1904, og þeir
voru vel kunnugir frá því er þeir voru báðir við nám við Kaupmanna-
hafnarháskóla á árunum 1881—1885.