Morgunn - 01.12.1969, Page 16
98
MORGUNN
aðir hafa verið „papar“, flúðu í einveru ónumins lands, til
að leita sambands við þau dulrænu öfl, sem þeir trúðu og
vissu að hægt var að finna í alheimsgeimnum, þau öfl sem
ávallt hafa verið til og leita sífellt niður á jarðarsviðið.
Norsku víkingarnir, sem hingað flúðu undan ofríki Har-
aldar konungs og stýrðu knörrum sínum „eftir stjamanna
skini“ norður að Dumbshafi í leit sinni að frjálsari og betri
heimi, voru allir hugprúðir menn og margir spekingar að
viti. Þeir voru svo trúaðir á dularöfl tilverunnar, sem goðin
vom persónugervingar fyrir í hugum þeirra, að þeir fleygðu
mestu dýrgripum heimila sinna, öndvegissúlunum, í sjóinn
og leituðu þeirra síðan um langan veg, því að þar sem þær
ræki að landi samkvæmt vilja æðri afla skyldi og byggja sér
og afkomendum sínum framtíðarheimili.
Alkunnugt er, að Ingólfur Amarson leitaði öndvegissúlna
sinna um frjósöm hémð Suðurlandsundirlendisins, og þótti
húskörlum hans þar víða girnilegt til búsetu, en áfram var
haldið unz súlurnar fundust á nesi því, er nú stendur höfuð-
borg Islands, og varð þá þræli hans að orði:
„Til ills fómm vér um frjósöm hémð er vér skulum byggja
útnes þetta“.
Hann hefur trúlega verið sem efasemdamenn allra alda,
ekki viljað trúa neinu né viðurkenna neitt, sem hann gat
ekki þreifað á og séð með sínum óskyggnu augum.
Þannig blasa þessar staðreyndir við á fyrstu blaðsíðum
Landnámu.
1 fyrsta kapítula hennar er sagt frá þvi, að Garðar Svav-
arsson fór að leita Snælands „að tilvisun móður sinnar fram-
sýnnar“, og þegar við flettum blöðum Islendingasagnanna
rekur hver slik frásögnin aðra.
Svo langt sem saga mannkynsins nær sjáum við, að dul-
hyggjan hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda.
Hinar fornu menningarþjóðir Austurlanda þekktu dulræn
fyrirbæri og Gamla-Testamentið er fullt af frásögnum um
slíkar staðreyndir, og þær hafa áreiðanlega átt ríkan þátt í
menningarlífi hinnar fornu Gyðingaþjóðar.