Morgunn - 01.12.1969, Qupperneq 17
MORGUNN
99
Tæplega þarf að eyða orðum að því, hversu okkur, sem
játum kristna trú og aðhyllumst kenningar spíritismans, er
mikilsvirði hversu mikilvægur þáttur hin sálrænu fyrirbæri,
lækningaundur og birtingar framliðinna er í Nýja-Testa-
mentinu.
Stór undur áttu sér stað, sem báru andaheiminum vitni í
gegn um aldirnar. Fram komu stórkostlegir sjáendur, eins
og Mærin frá Orleans og sænski sjáandinn og visindamaður-
inn Svedenborg, svo aðeins tvö nöfn séu nefnd af mörgum.
Um miðbik 19. aldar rennur ljós hins vísindalega spírit-
isma upp yfir mannheimi.
Þegar ég nú freista þess að segja ykkur frá atburðunum
sem leiddu til þess, óska ég að taka það fram að ég styrðst
þar að nokkru leyti við bók Jónasar Þorbergssonar: Ljós
yfir landamærin.
Af miklum og nákvæmum skýrslum vísindamannsins Sir
Arthur Conan Doyles um þessa atburði, verður hér aðeins
unnt að stikla á nokkrum meginatriðum.
Hydeswille heitir smáþorp í New Yorkríki, nálægt borg-
inni Rochester. Þegar þessi saga gerðist var þorp þetta að-
eins þyrping af litlum timburhúsum, þar sem verkamenn og
verksmiðjustarfsmenn bjuggu.
Síðast á árinu 1847 fluttu inn i eitt af húsum þorpsins hjón
nokkur, John D. og Margaret Fox, ásamt tveimur dætrum
sinum, Margaret, 14 ára, og Kate, 11 ára. Fleiri börn áttu
þau hjón, sem voru uppvaxin og farin að heiman. Aðeins
þriðja dóttirin, Lea, sem þá kenndi músík í Rochester, kem-
ur einnig við sögu spíritismans.
Fyrrnefnd hjón tilheyrðu Meþódistakirkjunni, en voru
laus við alla æsitrú og heilbrigð í háttum.
1 ársbyrjun 1848 fór f jölskyldan að veita eftirtekt ókenni-
legum hávaða í húsinu, sem lýsti sér í þvi, að drepin voru
högg á dyr hússins utan og innan. Hjónin tóku þessu skyn-
samlega, en gátu enga skiljanlega ástæðu fundið. Litlu dæt-
ur þeirra urðu hræddar. Kölluðu hjónin til nágranna sina,
til þess að athuga þetta með sér, ef vera kynni að þeir gætu
7