Morgunn - 01.12.1969, Qupperneq 25
MORGUNN
107
sinum. Mitt orð er: „Fyrirgefðu“. Skrifið það með upphafs-
störfum og setið það innan gæsilappa. Ekkja sonar míns veit
um þetta orð, en enginn annar í viðri veröld. Spyrjið hana
hvort orðið, sem ég í öll þessi ár hef verið að berjast við að
koma til hennar sé ekki: ,,Fyrirgefðu!“
Ég reyndi oft að koma því til hans meðan hann lifði. En
nú þegar hann er kominn til okkar, tókst mér loksins að
koma því til ykkar. Á þessu kvöldi hafið þið fengið þetta
orð og Beatrice Houdini mun kannast við að það sé rétta
orðið“.
Daginn eftir fundinn var frú Houdini sent afrit af skila-
boðum tengdamóður sinnar. Hún varð furðu lostin og lýsti
því yfir í blöðunum, að hún hefði að vísu fengið mörg skila-
boð að handan, en engum hefði tekizt að finna hið leynda
orð fyrr en nú, og það vissi enginn í þessum heimi nema hún.
Það hefði verið algjört leyndarmál milli hennar, Houdini og
móður hans. Þessa yfirlýsingu undirritaði hún eigin hendi.
Eftir að þessi boð bárust frá móður Houdini bar ekkert til
tíðinda viðvíkjandi þessu í nokkra mánuði. En þá gerðist
það á fundi í nóvember 1928, að fyrsta orðið kemur fram af
dulmáli frá Houdini, en enginn fundarmanna hafði þekkt
hann persónulega. Síðan komu öll orðin smám saman hvert
af öðru á átta fundum. Liðu tveir og hálfur mánuður þar til
öll dularboðin voru komin.
Tímans vegna verð ég að stikla hér á helztu atburðunum
í þessu merkiiega máli, sem eitt væri nóg í fyrirlestur.
Frú Houdini hafði dulmálslykil, sem þau hjónin höfðu bú-
ið til og hafði reynzt handhægur þegar þau þurftu að koma
boðum hvort til annars á meðan á sýningum þeirra stóð.
Frúin lagði mikla áherzlu á, að enginn lifandi maður hefði
þekkt þennan lykil né kunnað að beita honum nema þau tvö.
Á fundi, sem Mr. Ford hélt fyrir frú Houdini þegar öll
orðin höfðu komið fram á fundum hjá honum, skýrði Hou-
dini dulmálslykilinn orð fyrir orð og sagði að lokum: „Rósa-
belle! Believe!" (Trúðu!)