Morgunn - 01.12.1969, Side 27
MORGUNN
109
„Hafa kenningar dr. Rhine fyrir löngu vakið athygli um
allan hinn menntaða heim. Hitt er mönnum ekki jafn kunn-
ugt, að kona hans, dr. Louise Rhine, hefur um aldarf jórðung
unnið með manni sínum að þessum verkefnum af óþrjótandi
alúð og kostgæfni. Hefur maður hennar opinberlega viður-
kennt, að hennar skerfur til þessara rannsókna sé ekki síður
veigamikill og merkilegur, enda þótt honum hafi ekki verið
á lofti haldið eins og vert er.
Auk tilraunastarfsins hefur hún varið geysilegum tíma í
það, að safna tugþúsundum frásagna um dularfull fyrirbæri,
flokkað þær eftir efni og skipað þeim í heilsteypt kerfi“.
Ég leyfi mér hér með að vekja athygli á þessari bók og
benda á hana þeim, sem vildu kynna sér árangur hins stór-
merka vísindastarfs þeirra hjóna.
Duke-háskólinn hefur síðan laust eftir 1930 starfrækt sér-
staka tilraunastöð á þessu sviði, og bæði þar og í hliðstæðum
rannsóknastofnunum í öðrum löndum hefur hlaðizt saman
fróðleikur um þessi málefni, sem mun verða ómetánlegur
fjársjóður fyrir mannkynið í áframhaldandi leit þess að
þekkingunni um hina dýpstu leyndardóma mannssálarinn-
ar, leyndardóma, sem munu verða áframhaldandi rannsókn-
arefni vísindamanna um víða veröld, svo framarlega sem
mannkynið týnir ekki sjálfu sér í þeim Hrunadansi, sem vit-
firring stríðsæsingamanna stórveldanna hefur leitt það út í.
Skemmtilegt hefði verið að hafa hér tíma til að gera að
nokkru grein fyrir ESP-fyrirbærunum, sem svo eru nefnd,
og lögð hefur verið mikil áherzla á að rannsaka við Duke-
háskólann, en það verður ekki gert nema í löngu máli, og
verð ég að láta mér nægja að benda ykkur á áðumefnda bók
til fræðslu um þau efni.
Einn frægasti sjáandi, sem nú er uppi, er starfandi í Hol-
landi, og get ég ekki látið hjá líða að segja ykkur nokkuð frá
starfi hans og mun ég þar aðallega styðjast við frásögn séra
Benjamíns Kristjánssonar er birtist í Lesbók Morgunblaðs-
ins á s. 1. ári.