Morgunn - 01.12.1969, Qupperneq 28
110
MORGUNN
Dr. Fenhaeff, prófessor við Sálarrannsóknastofnun Ut-
recht-háskólans í Hollandi varð náinn vinur og samstarfs-
maður sjáandans og dulhæfileikamannsins Gerard Krah-
Zeht. En Gerard Krah-Zeht er hollenzkur, fæddur árið 1909
í smábænum Laren í Norður-Hollandi. Hann er gyðingur að
ætt. Hann bjó við harðan kost þegar hann var barn. For-
eldrar hans höfðu slitið samvistum, og þegar hann var átta
ára, var honum komið í fóstur, en hann lenti hjá miður góðu
fólki, flæktist stað úr stað, var barinn og meira að segja
bundinn við staur með járnhlekkjum.
En jafnframt því að vera hlekkjaður við staur og líða
andlegar og líkamlegar kvalir, þá fór hann að sjá undarleg-
ar sýnir. En ef honum varð á að segja frá þessu, áleit fólk
hann annað hvort viti sínu f jær eða hættulega lyginn. Eina
huggun hans og skemmtun var að leika sér við börn, sem
aðrir sáu ekki, rétt eins og þegar einmana börn á Islandi
léku sér við álfabörn.
Þannig liðu æsku- og uppvaxtarár Gerard Krah-Zeht.
Hann er orðinn fullorðinn maður, þegar síðari heimsstyrj-
öldin brýzt út, og hafði hann þá sagt vinum sínum fyrir um
eitt og annað í sambandi við samskipti Hollendinga og Þjóð-
verja. Ég get ekki skilið við þennan undra-sjáanda, án þess
að tilfæra hér nokkur atriði máli mínu til sönnunar.
Á styrjaldarárunum gerðist Krah-Zeht mikill vinur Al-
berts Plesmans, stofnanda og forseta K.L.M., Konunglega
hollenzka flugfélagsins, sem er eitt elzta flugfélag í heimi.
Sótti Plesman ýmis ráð til Krah-Zeht og viðurkenndi merki-
lega hæfileika hans.
Dag nokkurn, snemma árs 1944, kom Krah-Zeht til Ples-
mans, dapur í bragði og sagði honum, að sér þætti fyrir að
þurfa að segja honum það, en sér hefði vitrast rétt áðan, að
sonur hans hefði verið skotinn niður rétt við landamæri
Belgíu og Frakklands, og hefði hann látið þar lífið. Að von-
um varð Plesman mikið um þetta, og hann sagði: „Kannske
þú hafir nú rangt fyrir þér í þetta skipti, Krah-Zeht?“