Morgunn - 01.12.1969, Page 33
MORGUNN
115
þær heyrðu þennan úrskurð prestanna. En hér var ekki um
annað að ræða en fjarlægja töfluna hið bráðasta og kaupa
nýja altaristöflu. Eina bótin, að ekki höfðu verið greiddar
nema 300 krónur fyrir þessa, eða helmingur þess, sem upp
var sett.
Var nú leitað til Jónasar Kristjánssonar læknis á Sauðár-
króki, og hann útvegaði konunum nýja altaristöflu eftir
Guðmund frá Miðdal. En fyrri taflan var tekin úr umgjörð-
inni og reist upp við illa málaðan og illa þurran kirkjuvegg,
til þess að hlífa söngfólkinu svo að það fengi ekki málningar-
klessur í föt sin.
Eins og áður er sagt, voru þeir Ólafur læknir og Kjarval
góðir vinir, en við Ólafur vorum bræðra- og systrasynir og
mjög samrýmdir. Og ég heid, að ég hafi erft vináttu Kjar-
vals eftir nafna minn, því að lengi hefur verið góð vinátta
með okkur.
Einhverju sinni er ég hitti Kjarval, barst talið að altaris-
töflunni á Ríp. Sagði ég þá í gamni, að ekki væri von, að
Hegranesbúar hefðu viljað hafa töfluna, þar sem Jóhannes
skírari væri eins og fornmaður, en Kristur eins og drengur.
Kjarval hlustaði á með athygli, en sagði svo: „Það er
ekki verið að skira Krist. Það er verið að skíra smalann.
Skrifaðu fyrir mig á töfluna:
„Vígsla þjóðarinnar“.
Nokkrum árum seinna kom ég til kirkju á Ríp og sá þá
hvernig farið var með altaristöfluna. Varð ég bæði sár og
hryggur og sagði, svo að allir viðstaddir máttu heyra, að
hér væri illa farið með góðan grip, og þeir tímar gætu komið,
að þessi altaristafla yrði meira virði en kirkjan sjálf.
Nú liðu nokkur ár, og á því tímabiii kom einhver, sem
vildi kaupa töfluna og borga 50 krónur fyrir hana. Sóknar-
nefndin vildi ekki selja.
Þegar ég frétti þetta, gerði ég sóknarnefndinni boð, að ég
skyldi kaupa altaristöfluna hálfu hærra verði heldur en aðr-
ir byðu í hana. Þar við sat, og enn líða mörg ár.
Þá var það eitt sinn á messudegi, að kirkjubóndinn á Ríp
#
8