Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 33

Morgunn - 01.12.1969, Page 33
MORGUNN 115 þær heyrðu þennan úrskurð prestanna. En hér var ekki um annað að ræða en fjarlægja töfluna hið bráðasta og kaupa nýja altaristöflu. Eina bótin, að ekki höfðu verið greiddar nema 300 krónur fyrir þessa, eða helmingur þess, sem upp var sett. Var nú leitað til Jónasar Kristjánssonar læknis á Sauðár- króki, og hann útvegaði konunum nýja altaristöflu eftir Guðmund frá Miðdal. En fyrri taflan var tekin úr umgjörð- inni og reist upp við illa málaðan og illa þurran kirkjuvegg, til þess að hlífa söngfólkinu svo að það fengi ekki málningar- klessur í föt sin. Eins og áður er sagt, voru þeir Ólafur læknir og Kjarval góðir vinir, en við Ólafur vorum bræðra- og systrasynir og mjög samrýmdir. Og ég heid, að ég hafi erft vináttu Kjar- vals eftir nafna minn, því að lengi hefur verið góð vinátta með okkur. Einhverju sinni er ég hitti Kjarval, barst talið að altaris- töflunni á Ríp. Sagði ég þá í gamni, að ekki væri von, að Hegranesbúar hefðu viljað hafa töfluna, þar sem Jóhannes skírari væri eins og fornmaður, en Kristur eins og drengur. Kjarval hlustaði á með athygli, en sagði svo: „Það er ekki verið að skira Krist. Það er verið að skíra smalann. Skrifaðu fyrir mig á töfluna: „Vígsla þjóðarinnar“. Nokkrum árum seinna kom ég til kirkju á Ríp og sá þá hvernig farið var með altaristöfluna. Varð ég bæði sár og hryggur og sagði, svo að allir viðstaddir máttu heyra, að hér væri illa farið með góðan grip, og þeir tímar gætu komið, að þessi altaristafla yrði meira virði en kirkjan sjálf. Nú liðu nokkur ár, og á því tímabiii kom einhver, sem vildi kaupa töfluna og borga 50 krónur fyrir hana. Sóknar- nefndin vildi ekki selja. Þegar ég frétti þetta, gerði ég sóknarnefndinni boð, að ég skyldi kaupa altaristöfluna hálfu hærra verði heldur en aðr- ir byðu í hana. Þar við sat, og enn líða mörg ár. Þá var það eitt sinn á messudegi, að kirkjubóndinn á Ríp # 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.