Morgunn - 01.12.1969, Síða 36
118
MORGUNN
Já, allt stóð heima. Jóhannes Snorrason tók við töflunni
og kom henni til skila.
Þetta er þá í stuttu máli sagan af altaristöflunni, sem
Kjarval málaði fyrir konurnar í Rípursókn árið 1924, og
prestamir dæmdu óhæfa til að vera í guðshúsi. Þá var henni
hvolft upp að nýmáluðum kirkjuvegg, að hún hlífði þar föt-
um manna á messudögum, og þarna er hún í mörg ár. Síðan
er hún seld og send til kóngsins Kaupinhafnar til aðgerðar
og uppfágunar. Þar týnist hún og er týnd ámm saman og
finnst ekki, hvernig sem leitað er. En að lokum finnst hún
og kemst heim fyrir samstarf góðra manna, bæði þessa
heims og annars.
Ritað 24. nóv. 1959.
Ólafur SigurZsson, Hellulandi.
Þessi frásögn Ólafs á Hellulandi birtist í bókinni „Leitið
og þér munuð finna“, sem rituð var um starf mitt og út kom
árið 1965.
Fylgir þar yfirlýsing frá Jónasi Þorbergssyni fyrrverandi
útvarpsstjóra, þar sem hann vottar að satt og rétt sé skýrt
frá fundinum, sem um er rætt, en hann var af tilviljun að-
stoðarmaður minn á þeim fundi. Sérstaklega kveður hann
sér vera minnisstætt, hversu nákvæmlega og sldlmerkilega
prófessor Skúli fræddi Ólaf um hvar hin týnda tafla væri
niður komin og hvar í hinu tiltekna húsi hana væri að finna.
Hér er ekki tími til að ræða fleira, sem fram hefur komið
á fundum hjá mér, þó að af ýmsu sé að taka.
En þar vísa ég til bóka þeirra, sem þau frú Elínborg Lár-
usdóttir og Jónas Þorbergsson hafa ritað um miðilsstörf
mín,, og bókarinnar „Leitið og þér munuð finna“, þar sem
50 höfundar skrifuðu um reynsiu sína af þvi starfi, sem ég
hef innt af hendi sem miðill undanfarin 32 ár.
Spíritisminn, réttilega ástundaður, er ekki sérstök trúar-
stefna, heldur rannsóknarstefna. Hann er leit að sannreynd-