Morgunn - 01.12.1969, Side 37
MORGUNN
119
um og raunhæfum svörum við þeirri brennandi spurningu,
sem er kjarni allra trúarbragða.
Starfsaðferð spíritismans er að rannsaka með tilskilinni
alvörugefni og varúð og samkvæmt heilbrigðri skynsemi og
vísindalegum kröfum, hvar sem því verður við komið, fyrir-
bæri þau, sem verið hafa að gerast í allri sögu mannkynsins
og gerast enn í dag, og sem benda til þess, að samband hafi
jafnan átt sér stað og eigi sér stað milli tilvistarskeiða mann-
anna, hins jarðneska og hins tilkomanda.
Spíritisminn er því fyrst og fremst leit að þekkingar-
atriðum, sannreyndum og vísindalegum staðreyndum varð-
andi framhaldslíf mannanna.
Sem rannsóknarstefna aðhyllist spíritisminn engar „dogm-
ur“ né trúarbragðakerfi. Viðleitni hans er einvörðungu sú,
að leita sannleikans. Af þeirri sömu ástæðu rekur spíritism-
inn ekkert trúboð og er þá heldur ekki andstæður neinum
trúarbrögðum, kirkju né kristindómi.
Sannur spíritisti skilur, viðurkennir og leitast við að
temja sér þá frumskyldu andlegrar siðmenningar, að þola
öðrum mönnum áreitnislaust trú og skoðanir varðandi
æðstu hugðarefni mannanna. Þannig mótaði hinn stórvitri
og ágæti frömuður spíritismans hérlendis, Einar H. Kvaran,
stefnu og starf spíritismans hér á landi. Og þeir, sem tóku
við af honum, hafa ekki vikið út af þeirri leið, sem hann
markaði.
Spíritisminn er til þess fallinn að auka hverjum manni,
sem kynnist honum til verulegrar hlítar, trúarhugð.
Rannsóknir á vegum spíritismans um meira en aldarskeið,
hinar stórkostlegu opinberanir, sem fengizt hafa og reynslu-
sannindi, er allt til samans til þess fallið að auka mönnunum
lotningu fyrir guðdóminum og meistaranum frá Nazaret,
sem færði mönnunum fagnaðarerindi kærleikans og bauð
þeim að stefna á hið æðsta markmið: „Verið fullkomnir, eins
og faðir yðar á himnum er fullkominn“.