Morgunn - 01.12.1969, Side 43
MORGUNN
123
að flykkjast um búðirnar og troðast inn í þær. Allir kepp-
ast um að kaupa þar jólin, á meðan nokkur eyrir er eftir í
vösunum. Sumir fá dýrustu gersemarnar með afborgunum
og þykjast með því hafa himin höndum tekið — þangað til
gjalddaginn kemur. Eg er ekki að lasta þetta beinlínis. Þessi
kaup eru oftast af góðum hug gerð og ætluð til þess að gleðja
sig, vini sína og kunningja á jólahátíðinni. En hjá æði mörg-
um fer þetta þó út í heimskulegar öfgar. Og vel mega menn
muna það, að þetta getur aldrei orðið nema umgjörð um
sjálfa hátíðina, að vísu glæsileg umgjörð, þar sem nægir pen-
ingar eru fyrir hendi, en umgjörð, sem verður ömurlega
tóm, ef sjálfan jólafögnuðinn, jólahelgina og jólasálina, ef
ég mætti orða það svo, vantar í þá umgjörð á heimilunum.
Flestir munu vera nokkurn veginn sammála um það, að
í okkur búi einhver andi eða sál, þótt skoðanir skiptist um
eðli hennar, og að hinn sýnilegi líkami sé einskonar umgjörð
utan um hana. Sumir hugsa öllu meira um líkamann, viðhald
hans, fegrun og það, hverju hann skuli klæðast, svo bezt fari
á. Aðrir telja sálina öllu meira virði og trúa því jafnvel, að
það sé hún, en ekki þessi líkami hrörnun og dauða ofur-
seldur, sem sé hinn raunverulegi maður, og að hún eigi fyrir
liöndum áframhaldandi líf og þroska eftir að líkaminn hef-
ur verið lagður í moldu. Og einhvern veginn finnst okkur,
að sálarlaus líkami sé ekki mjög mikils vii'ði, fremur en um-
gerð, sem engin mynd er í. Ég skal ekki fara lengra út í
þessa sálma hér, enda þótt ég telji, að fátt skipti okkur öli
í raun og veru meira máli, en að vita sönn og rétt skil á því,
hvort þessi líkami er umgerð um ekki neitt, ef svo mætti
segja, eða þar dvelur lifandi sál, sem á eilift líf og eilífa
þroskamöguleika fyrir höndum.
Ég fyrir mitt leyti, er ekki aðeins sannfærður um, að við
öll höfum slíka sál. Ég er einnig sannfærður um það, að allir
hlutir þurfi með einhverjum hætti að hafa sál, ef þeir eiga að
geta orðið okkur, hverju um sig, einhvers virði og veitt okk-
ur hamingju, sem varir stundinni lengur. Skáldið gefur ljóð-
inu sái. Án hennar er það hvorki pappírsins né prentsvert-