Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Síða 51

Morgunn - 01.12.1969, Síða 51
MORGUNN 131 Núpsundrin. Árið 1843 bjó að Núpi i öxarfjarðarhreppi bóndi sá er Þorvaldur hét Hákonarson ásamt konu sinni Þóru Þorsteins- dóttur. Hann var fóstraður upp hjá langafa minum, Guð- mundi bónda Árnasyni í Ærlækjarseli og síðari konu hans, Ólöfu Sveinsdóttur frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi. Þor- valdur og Þóra hófu búskap að Núpi árið 1830 og áttu sex börn og sum mjög ung, er undur þessi hófust haustið 1843. Frásagnir af þessum atburðum er að finna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og i Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará, en á þeim er lítið að græða. öðru máli gegnir um það, sem af þessu segir í Endurminningum Friðriks Guð- mundssonar frá Syðra-Lóni, er gefnar voru út í Vesturheimi 1932, svo og um frásögn séra Þorleifs Jónssonar prests að Skinnastað, sem prentuð er í Grímu 6. bindi 1934. Báðir höfðu þó aðeins sögusagnir við að styðjast. ítarlegasta frásögn af þessum atburðum er að finna í bók Þórarins Gr. Víkings: Komið víða við, bls. 121—139. Og mun ég því einkum styðjast við frásögn hans. Það var að kvöldi haustið 1843, skömmu fyrir veturnæt- ur, að skyndilega var tekið að lemja utan bæinn á Núpi og kastað steinum í baðstofuglugga, svo að rúður brotnuðu. Síðan var tekið að kasta inn á baðstofugólfið af mildu afli ýmsu lauslegu framan úr bænum. Þorvaldur bóndi var karl- menni að burðum, hugrakkur og á bezta aldri. Skoraði hann á fjanda þennan að þreyta fangbrögð við sig, heldur en að hræða kjarklítið kvenfólk og börn. Fór hann síðan fram ásamt Árna, vinnumanni sínum. Leituðu þeir um bæinn og umhverfis hann, en urðu einskis vísari. Seint þetta sama kvöld fór hann svo að Ærlækjarseli, en þangað er ekki löng bæjarleið, til þess að segja Guðmundi fóstra sínum tíðindin og leita ráða hjá honum. Fór hann þegar með Þorvaldi heim að Núpi og gisti þar um nóttina. Mun fólk hafa vakað þá nótt alla, en ekki orðið vart við neina ókyrrð. Þessum undrum hélt áfram allan fyrri hluta vetrar að 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.