Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Qupperneq 52

Morgunn - 01.12.1969, Qupperneq 52
132 MORGUNN minnsta kosti öðru hvoru, og einkum á kvöldin eftir að skyggja tók. Var bæði leirtaui og öðrum hlutum kastað um baðstofuna að fólkinu ásjáandi. Mátti heita, að engir hlutir væru óhultir fyrir þessum furðumögnum, jafnvel þótt varð- veittir væru í læstum hirzlum. Þóra húsfreyja átti forláta silkiklút, er hún notaði aðeins er hún fór til kirkju eða við önnur hátíðleg tækifæri, og var hann læstur niðri í fatakistu hennar. Þegar hún ætlaði að nota klútinn og opnaði kistuna, brá henni í brún, því klút- urinn var allur sundur skorinn, svo þar var varla gómstór blettur eftir. Oft hurfu lyklar og aðrir smáhlutir skyndilega um lengri eða skemmri tíma, og fundust að lokum á ólíklegustu stöð- um. Stundum varð hlé á þessum óiátum í nokkra daga, en hófust síðan að nýju. Að lokum gerðist það sunnudag nokk- urn, er bóndi var að lesa húslesturinn, að steinn, mjög stór, kom á fleygiferð niður brekkuna ofan við túnið. Valt hann beint á bæinn, braut baðstofugluggann, en staðnæmdist í gluggatóftinni, sem var honum of þröng, en veggir hennar stálfrosnir og veittu því nægilegt viðnám. Flúði þá allt fólk- ið til næsta bæjar og dvaldi það þar sem eftir var vetrar, en bóndi og vinnumaður hans héldu áfram að annast fjár- geymslu og búverk á Núpi fram til vorsins, og munu hafa haldið þar til að minnsta kosti öðru hvoru. Síðan flutti fólk- ið alfarið frá Núpi. Til er bréf frá Sveini Þórarinssyni, síðar amtsskrifara á Akureyri og föður Jóns Sveinssonar „Nonna“ rithöfundar, sem þá var ungur maður, og var fenginn til að dvelja á Núpi um tíma þann vetur, sem undur þessi gerðust. Honum seg- ist svo frá: „Litlar upplýsingar get ég gefið, sem skýri frá þeirri svo- kölluðu draugasögu, sem frá Núpi borizt hefur nú fyrir 7 ár- um síðan. Ég var að vísu fenginn til að vera þar bóndanum ásamt vinnumanni hans til skemmtunar, eftir að konan með öll börnin og tveimur vinnukonum var burt flúin, og var ég þar næstu nótt eftir þá nótt, er myrkrabröltið tók
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.