Morgunn - 01.12.1969, Side 55
MORGUNN
135
og nú síðast kvæði svo ramt að því, að ýmsir hlutir væru
skemmdir. Það hefði verið velt um skyrámu í búri Jóhanns,
en af því að bundið hafði verið yfir hana, fór ekki mjög mik-
ið niður. Líka hafði verið velt um tunnu í búri hans, er í var
skyrblanda, sem ætluð var til skepnufóðurs, og flóði bland-
an um gólfið. Einnig höfðu leirílát verið brotin þannig, að
þeim var kastað til, og ýmsum hlutum velt við, þar á meðal
potti í fjósi, er tekur um 80 merkur, og var nær fullur af
vatni, hafði hann hvolfzt yfir flórinn, án þess nokkur maður
gæti hafa komið við hann.
1 sambandi við þetta skal þess getið, að stúlka, Ragn-
heiður Vigfúsdóttir, var á heimilinu; hún er uppeldisdóttir
Aðalsteins og konu hans síðan hún var á 5. ári, en mun nú
vera á 18. eða 19. ári. Hún hefur alloft gengið í svefni svo
menn hafa orðið varir við, en ekkert sérlegt hefur hún að-
hafzt á þessum svefngöngum fyrr en í haust og vetur. Þá
fóru menn að taka eftir því, að ýmsir hlutir voru færðir úr
stað og ýmsu rótað til, helzt frammi í eldhúsi og búri. Þann-
ig hvarf kaffiketill, fullur af kaffi, sem stóð á eldavél inni í
baðstofu að kvöldi, og átti að hita í honum morgunkaffið,
en um morguninn fannst hann ekki, og þegar hann fannst,
hékk hann á nagla frammi í eldhúsi, á bak við bjóra, er
breiddir voru þar til þerris. Stundum hafði ýmsum ílátum
verið raðað saman, hvert sett niður í annað, og ýmislegt
fleira aðhafzt, en þó án þess að það væri skemmt. Gátu
menn þess til, að þetta væri af völdum Ragnheiðar í svefn-
göngum.
Fór þá Aðalsteinn að læsa baðstofu sinni á nóttunni. Það
gerði hann með hespu og lás; tveir lyklar gengu að lásnum
og geyrndi hann sjálfur annan lykilinn undir sæng sinni eða
kodda á nóttunni, hinn lykilinn geymdi tvíbýliskonan, Ölöf
Arngrímsdóttir, í læstri kistu, er hún átti og gekk sjálf um.
— Þrátt fyrir þetta hélt áfram þetta umrót frammi í bæn-
um, enda hvarf lykill Ólafar um þetta bil; dreymir þá Ragn-
heiði, að henni þykir stúlka, er hana dreymir oft, segja við
sig, að lykillinn skuli aldrei finnast, en öryggisnál, er hún