Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Qupperneq 57

Morgunn - 01.12.1969, Qupperneq 57
MORGUNN 137 ekkert sá á glugganum; fór ég þá út í bæjarsundið við glugg- ann og var ofurlítið snjóföl á jörð; ekki gat ég séð nein för eða merki til að maður hefði komið þar. Dimmt var úti, þó gat ég séð för eftir fingurgómana á mér, er ég rak niður í fölið til að vita um hvort ég sæi förin eftir þá; auðvitað sáust vel og glöggt spor mín í fölinu. Litlu síðar var kallað á mig fram í eldhús. Hafði þá yfirfrakki minn, sem átti að hanga í bæjardyrunum, verið breiddur yfir hlóðin, þannig að fóðrið sneri upp; hlóðin voru full af ösku og hálfbrunnu moði, sem notað var til að baka við pottbrauð, er var niðri í hlóðunum. Frakkinn var orðinn heitur, en ekki brunninn. Þetta gat auðvitað verið af manna völdum, en ekki dettur mér í hug að tortryggja nokkurn um það. Ég fór svo inn í baðstofu aftur, og stóð rétt framan við húsdyr hjónanna; heyrði ég þá háan smell eða högg í stafn- þilið móti húsdyrum og yfir rúmi hjónanna. Á þilinu hékk klukka og loftþyngdarmælir, og heyrði ég eftir á eins og hvin í klukkufjöðrinni, líkt og hún hefði mætt hristingi. Ekki gat ég skilið, að mögulegt væri að kasta neinu í þilið, því skilrúmsþilið, er ég stóð í dyrunum á, náði alveg í mæni, og í húsinu var aðeins sjúkt gamalmenni, er varla gat snúið sér hjálparlaust, enda dettur engum í hug, er til þekkir, að telja Ólöfu gömlu (svo heitir gamalmennið) öðruvísi en dauðan hlut. Ljós brann á 14” lampa í húsinu, sem er að- eins tvö stafgólf af baðstofunni, og var því vel bjart. Ekki gat ég heldur orðið var við eða fundið neitt, er kastað hefði verið, hvorki á rúmunum né á gólfinu, en á bak við þilið, er ég heyrði höggið í, er þykkur torfstafn frosinn, eins og bæði þekja og aðrir veggir. Fleira kom ekki fyrir þetta fyrsta kvöld, enda var nú farið að hátta, og svaf ég í baðstofu mótbýlisfólksins, sem er skil- in frá hinni með einföldu þili, er nær í mæni og milli laus- holta, og þarf því að ganga fram í göngin, eða fram fyrir stöplana undir lausholtum baðstofanna, þegar gengið er á milli þeirra. Þegar ég vaknaði um morguninn, heyrði ég, að eitthvað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.