Morgunn - 01.12.1969, Qupperneq 64
144
MORGUNN
höfn; þar á meðal verzlunarstjóramir Snæbjörn Arnljótsson
og Davíð Kristjánsson, Jóhann bókhaldari Tryggvason, Jó-
hann hreppstjóri Gunnlaugsson, Guðmundur læknir Þor-
steinsson og fleiri. Bar þá með minna móti á þessu; þó sáu
þeir Jóhann Tryggvason og Halldór Benediktsson þvottafat
með skolpi í kastað úr einu eldhúshomi í annað, og kom það
þar á hvolf ofan á hlemm, er var yfir kollu á gólfinu, og var
þá enginn maður í eldhúsinu.
Litlu síðar sáu þau Jóhann Tryggvason, Snæbjöm Arn-
ljótsson og Valgerður á Hallgilsstöðum bolla detta úr hillu í
búri, án þess að nokkur kæmi við hann; voru þær þá í búri
Ragnheiður og Valgerður. Líka voru þeir staddir í eldhúsi
Davíð Kristjánsson og Aðalsteinn í Hvammi, og segist Aðal-
steinn hafa heyrt, er skál féll af hillu í búri, og sáu þeir báðir
að hún lá á hvolfi á gólfinu, og var enginn þá í búrinu.
Frú Borghild Arnljótsson sá könnu kastast á gólfið í bað-
stofu, og var Ragnheiður þar hjá henni; en ekki sá hún það
svo glöggt, að hún fullyrði að það geti ekki hafa skeð, að
Ragnheiður hefði með snarræði getað verið völd að því.
Líka sá Jóhann Gunnlaugsson kommóðu velta um í baðstof-
unni, og var þá Ragnheiður þar og engir aðrir, en ekki sá
hann það svo glöggt, að hann fullyrði að hún ekki hefði get-
að það, en þó með snarræði, er ég og fleiri, er þekkjum stúlk-
una, hugsum að hún eigi ekki til.
Um kvöldið fóm allir heim til sín, ég líka; hafði þá ekkert
komið fyrir, nema það sama. Þó segir Aðalsteinn mér, að
um kvöldið, þegar Ragnheiður fór að mjólka kýrnar, hafi
hún haft með sér ljós og krakka á 7. eða 8. ári; kom hún þá
með miklum flýti inn í baðstofuna og var því líkast sem það
ætlaði að líða yfir hana, en fyrr segist hann ekki hafa orðið
var við svo mikla hræðslu hjá henni. Háttaði hún svo strax
og fór upp í efri bæinn strax morguninn eftir, og litlu síðar
út í Þórshöfn, og er þar hjá móður sinni síðan.
Ég skal geta þess, að tveir menn, Stefán á Gunnarsstöð-
um og Jóhann Tryggvason, sáu Ragnheiði kasta hlutum; sá
fyrrnefndi sá hana kasta til steini í göngunum, og hinn sá