Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Síða 72

Morgunn - 01.12.1969, Síða 72
152 M O R GU N N sannast rækilega málshátturinn: að sínum augum lítur hver á silfrið. 1 Þorvalds sögu víðförla, þess er talinn er fyrstur hafa boðað kristni hér á landi ásamt Friðreki biskupi hinum sax- lenzka, segir að á þeim árum er hann ólst upp með Koðráni föður sínum á Giljá í Vatnsdal, hafi Þórdís spákona búið á Spákonufelli á Skagaströnd, og var mikil vinátta með þeim Koðráni. Einhverju sinni er hún sat að heimboði að Giljá veitti hún þvi athygli, að Koðrán virtist gera allmikinn mun sona sinna, þeirra Orms og Þorvaldar. Tekur hún þá Koðrán á einmæli og segir við hann: „Það legg ég til ráðs með þér, að þú sýnir meiri manndóm héðan af Þorvaldi syni þínum, en þú hefur gert hér til, því ég sé það með sannindum, að fyrir margra hluta sakir mun hann verða ágætari en allir aðrir þínir frændur. En ef þú hefur á honum litla elsku, þá fá þú honum kaupeyri og lát hann lausan, ef nokkur verður til að sjá um með honum meðan hann er ungur“. Koðrán sá, að hún talaði slíkt af góðvilja, og sagðist víst mundu fá honum nokkuð silfur. Lét hann þá fram einn sjóð og sýndi henni. „Ekki skal hann hafa þetta fé, því þetta fé hefur þú tekið með afli og ofríki af mönnum í sakeyri“. Hann bar þá fram annan sjóð og bað hana þar á líta. Hún gerði svo og mælti síðan: „Ekki tek ég þetta fé fyrir hans hönd“. Koðrán spyr: „Hvað finnur þú þessu silfri?“ Þórdís svarar: „Þessa peninga hefur þú dregið saman fyrir ágirndar sakir í landskyldum og f járleigum meirum en réttilegt er. Fyrir því heyrir slíkt fé þeim manni eigi til meðferðar, er bæði mun verða réttlátur og mildur“. Þá dregur Koðrán fram hinn þriðja sjóðinn, leit Þórdís á, og vildi fús af þeim sjóði þiggja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.