Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 36

Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 36
114 MORGUNN vissu sviði dulrænna fyrirbæra, ætti að vera orðið kunnugt um það, að fjöldi miðla starfar án nokkurra „rökkvaðra her- bergja“ og ná þeir fullum árangri án þess. Slíkt er einungis nauðsynlegt, þegar reynt er að framleiða likamninga, og er það í fullu samræmi við eðli fyrirbærisins. Upplýst vera get- ur ekki sést i fullu dagsljósi fremur en rafmagnsljós eða ann- að ljós. Þá er það sem hann kallar „miðilstrans“ engan veg- inn alltaf nauðsynlegur. Huglæknar eru til dæmis miðlar og gegnum þá streymir lífskraftur til sjúklingsins, sem iðulega leiðir til bata í tilfellum sem læknavisindin hafa talið ólækn- andi. Huglæknirinn er þó ekki í neinum „transi“. Þetta eru því heldur veigalítil rök gegn þvi, að hér geti andar verið að verki. Sú skynsemi og greind sem iðulega kemur fram í ýmsum þáttum þessara fyrirbæra og oft koma himun sálræna manni í opna skjöldu, benda að minnsta kosti til þess að þessu sé stjómað af einhverri skynsemi. Og hverj- um skyldi hún tilheyra? Það liggur í augum uppi, að samkvæmt skilgreiningu drs. Owens á „hreinum“ ærslanda-fyrirbærum eru atvikin kring- um Matthew Manning ekki „hrein“ fyrirbæri. Enda eyðir hann ekki miklu máli í það sem þó hlýtur að teljast athyglis- verðast í hæfileikum Matthews. Það ruglar doktorinn einnig i ríminu, þegar atvik gerast með þeim hætti að ekki samræmist þekkingu hans. Eins og t.d. þegar hávaði heyrist á heimilinu með sama hætti og áður án þess að Matthew eða nokkurt systkinanna sé heima, eins og átti sér stað, þegar þau voru öll send að heiman til þess að dveljast hjá öðmm fjölskyldum. Dr. Owen viðurkennir hreinskilnislega að hann botni ekkert í því. Um arabisku handritin segir hann, að það liggi í augum uppi, að þau geti Matthew sjálfur ekki hafa skrifað. Enda þurfti nú tæpast sér- fræðing til þess að komast að þeirri niðurstöðu. Þetta mál hlýtur allt að hafa valdið dr. Owens miklum vonbrigðum, því hér fer allt úr þeim skorðum sem hann hefur sett slíkum fyrirbærum. Þó að vísu enginn falli í „trans“, þá rignir niður boðum frá látnum, sem iðulega sanna sig með þeim hætti að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.