Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Side 61

Morgunn - 01.12.1977, Side 61
DULSICYNJANIR 139 nefndist hún Flogaveiki og sálrœnir fylgikvillar hennar. Greinin birtist síðar í brezka læknatímaritinu í marz 1955 og hlaut mikið lof ritstjórans. Það var með þennan starfsgrundvöll að baki, sem hún las bókina um Edgar Cayce. Hún var því einkar vel undir það búin að fjalla um Edgar Cayce frá sjónarmiði sérþekkingar sinnar- Um það kemst hún m. a. svo að orði í bók sinni: „Ögerlegt var að skilgreina hann sem tauga- eða geðsjúkling, og varla gat hann heldnr talist „nonnal“ í venjulegri merk- ingu þess orðs. En staðreyndimar töluðu sínu máli. f bókinni var að vísu ýmislegt, sem ég gat ekki fallist á, en hins vegar var þar einnig að finna fjölmargar vottfestar sannanir fyrir því, að Edgar Cayce hafði hæfileika til að bera, sem sálvís- indi nútímans gátu ekki skýrt. Hann gat lagt sig niður á legubekk, látið sig síðan falla i eins konar dásvefn og i þvi ástandi athugað og greint frá ein- staklingi í mörg hundruð mílna fjarlægð. Þær persónur, sem Cayce þannig skilgreindi voru honum í flestum tilvikum ger- samlega ókunnai og vissi hann ekkert um þær annað en nafn þeirra og dvalarstað. Þannig lýsti hann herbergi því, sem ákveðin persóna dvaldi i, útliti hennar og klæðaburði, skapgerðareinkennum og lik- amsástandi og gat þá einnig greint frá sjúkum likamshlutum og ástandi þeirra mjög nákvæmlega. ítarlegar vottfestar sann- anir staðfestu þessar athuganir Cayces, sem liann framkvæmdi meðan hann lá kyrr á legubekknum og skýrði frá reynslu sinni með fullkomlega eðlilegri rödd. í vökuástandi vitraðist Cayce einnig oft ýmislegt, sem átti eftir að gerast. og sannaðist það jafnan síðar, þegar atburð- irnir áttu sér stað. T bókinni var líka sagt frá ýmsum öðrum undraverðum hæfileikum Cayces, sem hann beitti í vöku t. d. þeirri gáfu að geta séð orkusvið kringum fólk og dýr. f stuttu máli sagt var bókin hrein ögrun við öll min sjónar- mið, sem reist voru á grundvelli læknisfræði og vísinda. En eins og áður er sagt vissi ég talsvert um heila mannsins og taugakerfi og afleiðingar flogaveiki og heilaskemmda. En fyrir-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.