Morgunn - 01.12.1977, Síða 67
duIjSkynjanir 145
hvernig þessir hæfileikar bezt geta komið mannkyninu að
gagni með samstarfi sálræns fólks og lærðra manna.
Það er mér því sérstakt fagnaðarefni, að vísindamaðurinn
dr. Shafica Karagulla skuli nú hafa látið hendur standa fram
úr ermum einmitt í þessum efnum. Þetta samstarf þarf að
aukast og dafna öllu mannkyni til blessunar. Hugsanaflutn-
ingur er nú almennt viðurkenndur sem vísindaleg sannreynd.
Það fékkst nefnilega snemma nægilegt fé til nauðsynlegra
rannsókna í þeim efnum, þegar stórveldunum varð ljóst að
þessi hæfileiki hefur stórkostlega hernaðarþýðingu. Það skortir
aldrei fé til hernaðarþarfa, eins og allir vita. En við skulum
vona i lengstu lög, að sálrænum hæfileikum verði aldrei beitt
í þágu styrjalda eða öðrum til bölvunar. Hið síðarnefnda hefur
að vísu verið og er gert, en sá sem misnotar þannig hæfileika
til góðs skapar sér ömurleg örlög.
Ég geri ráð fyrir að ýmsum hlustendum mínum hafi fund-
ist frásagnir í síðasta erindi mínu um uppskurði með berum
höndum í ótrúlegasta lagi. 1 því sambandi vil ég aðeins taka
fram, að ég hef sjálfur séð tvær kvikmyndir í litum, af upp-
skurðum Antonios Agpaoa á Filippseyjum, sem teknar hafa
verið af læknum Nú nýlega hringdi Pétur Sigurðsson alþingis-
maður til min og sýndi mér þá vinsemd að bjóða mér að sjá
prufusýningu í Laugarásbiói á langri kvikmynd af þessum
uppskurðum, sem tveir þýzkir læknar hafa tekið og skilst mér
að kvikmynd þessi verði sýnd í þessu kvikmyndahúsi fyrir
almenning á næstunni, ef sýnmgar eru þá ekki þegar hafnar
á henni, þegar þessu er útvarpað. Veitist hér gott tækifæri
fyrir þá sem erfitt eiga með að trúa frásögnum minum, að
skoða þetta með eigin augum. Sjón er sögu ríkari.
Landnám íslands fór fram án blóðsúthellinga. Á Islandi
hafa aldrei verið háðar stórorustur. fslendingar hafa alist upp
í afskekktum sveitum í faðmi náttúrunnar. Allt liefur þetta
sín áhrif á andlegt andrúmsloft landsins okkar. Kárma lands-
ins er óvenju hreint. Það er því eðlilegt, að hér séu góð skil-