Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 5

Morgunn - 01.12.1996, Page 5
Guðjón Baldvinsson: Ritstjórarabb Ágætu lesendur Er líf eftir dauðann? Hver hefur ekki spurt sjálfan sig þessarar spurn- ingar? Eg hygg að þeir séu frekar fáir, sem ekki hafa gert það, þó sjálfsagt komist fólk að mismunandi nið- urstöðu um svar við henni, þ.e.a.s. þeir, sem telja sig komast að einhverri niðurstöðu um hana. Trúarbrögð heimsins hafa alla tíð að megin inntaki fjallað um þetta atriði, jafnt hjá svo kölluðum siðmenntuðum þjóðum, sem þeim, sem stundum eru nefndar ósið- menntaðar, a.rn.k. frá sjónarhóli þess, sem telur sína siðmenningu hina einu réttu. Einhvern veginn finnst mér að það hljóti í raun og sannleika að vera ákaflega erfitt að gera sér í hugar- lund aðra staðreynd en þá, að líf einstaklingsins haldi áfram að loknu þessu jarðlífi okkar og sé þá á sama hátt til fyrir komu hans hingað. Hversu tilgangslaust væri það ekki ef það varaði aðeins þessi 70-80 meðaltalsár á eilífðarbrautinni. já, eilífðarbrautinni, allir tala um hana og vísindamenn hafa löngum talið sannað að jörðin sem slík, sé búin að vera til í 4 til 5 milljarða ára. Þessi eilífðarbraut MORGUNN 3

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.