Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 8

Morgunn - 01.12.1996, Page 8
Ritsljórarabb að trúa á þann möguleika. Það er sálin í sinni þáver- andi mynd, sem flyst yfir með hugsunarhætti sínum, siðvenjum og reynslu. Hún heldur áfram að lifa lífi sínu þó í öðru umhverfi sé. Svona líkt og ef hún hefði flutt í aðra heimsálfu hér í heimi. En auðvitað tekur hún smám saman að mótast af sínu nýja umhverfi og þeim öðruvísi tækifærum, sem henni bjóðast þar. En framþróunin, umhverfi hennar og þroski er ekkert síður undir henni sjálfri og skilningi hennar komið þar en það var hér á jörð. Hún er þarna komin í and- legan heim og sagt er að hann sé að ýmsu leyti mót- anlegri en sá, sem gerður er úr því harða efni sem okkur finnst vera hér. Hann mótast meira af íbúum sínum og gerð þeirra en jarðheimurinn. Reyndar mótast nú andlegt umhverfi jarðheimsins býsna mik- ið af sínum lífverum líka, svo þetta er kannski ekki svo mjög ólíkt þegar til alls kemur. Og hvernig er svo umhverfið eftir að yfir kemur. Oft er talað um hús og byggingar í frásögnum þaðan. Það finnst sumum fráleit kenning. Það geti varla þurft einhver hús og byggingar þarna. )ú, kannski, en gleymum því samt ekki að sálin er enn mótuð af þeim þörfum sínum fyrst eftir að hún kemur yfir. Hún hlýt- ur því að búa sér líkt umhverfi og hún er vönust á þeirri stundu. Það breytist ekki fyrr en hún hefur afl- að sér annarrar reynslu og þekkingar á tilveru sinni. Og það getur þess vegna tekið langan tíma á okkar mælikvarða, allt eftir hugmyndum hennar og löngun- um. Nú kann einhver að hugsa sem svo: Já, þetta er nú svo sem allt gott og blessað, en geturðu sannað eitt- hvað af þessu? Og það er ekki verri spurning en hver 6 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.