Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 12

Morgunn - 01.12.1996, Page 12
Efnið og andinn Segja má að ég haí’i komið nokkuð víða við í félags- málum. Ég var í stjórn Síjórnunarfélagsins í 17 ár frá stofnári þess 1963, varaformaður í 13 ár og for- maður í tvö, og í stjórn önnur 2 ár. Ég hafði mikinn áhuga á framgangi þessa félagsskapar vegna mikil- vægis hans fyrir atvinnulífið. Ég lærði stjórnunar- fræði í framhaldsnámi í Stevens lnstitute á meðan ég var að vinna í New York. Síðan starfaði ég í Verk- fræðingafélaginu, var þar formaður frá 1970-1972. Forseti Sálarrannsóknafélags íslands var ég fyrst 1966, en þar hef ég verið fimm sinnum forseti. í stjórn International Spiritualist Federation frá 1978 til 1993 og síðan í Nordisk Spiritual Union frá 1979. í bæjarstjórn Garðabæjar frá 1974-1978, en ég taldi það vera skyldu mína að skila bæjarfélaginu mínu einhverju en ég er búinn að búa þar í 37 ár. Svo fé- lagsmálin hafa skipst á milli faglegra, félagslegra og andlegra þátta. Varðandi spurninguna um tímann sem í þetta hef- ur farið þá getur hún verið afstæð. Ef vel gengur þá gleymirðu tímanum. Og maður mælir hann ekki. En ég tel að félagsmál hafi tekið svona 10-20% af mín- um tíma, hverju sinni, á hinum ýmsu sviðum. Það tel ég nauðsynlegt til þess bæði að læra og miðla þekk- ingu og taka þátt í uppbyggingu umhverfisins sem þú ert hluti af. Varðandi andlegu málin þá kynnist ég þeim nokk- uð snemma. Foreldrar mínir höfðu áhuga á bæði guðspeki og sálarrannsóknum og voru þau félagar í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknafélaginu. Til er mynd af móður minni ófrískri af mér, þar sem hún er stödd fyrir utan Guðspekifélagshúsið, ásamt hópi 10 MORGUNN i

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.