Morgunn - 01.12.1996, Page 20
Efnið og andinn
Þarna voru hjón úr Kópavoginum, ég man að kon-
an hét Kristín. Hún var með hjartavandamál og
reyndar maður hennar líka. Doktor G lagaði það sem
var að hjá þeim báðum. Maðurinn hennar lifði í sjö
ár eftir þetta. Ég fylgdist með Kristínu í fimmtán ár
og var hún þann tíma alveg Iaus við þann hjartakvilla
sem hafði hrjáð hana. Ég hef ekki hitt hana nú í
nokkur ár svo ég veit ekki hvernig hún hefur það í
dag.
Miðillinn og leiðbeinandi hans virtust hafa gert sér
grein fyrir því að ég hafði ekki treyst mér til þess að
koma með lækningamiðil til landsins, aðallega vegna
andstöðu frá læknasamtökunum, sem ekki gátu fellt
sig við að veitt væri formleg þjónusta á þessu sviði.
En með þessum hætti fer heilunarstarfið í gang hjá
Sálarrannsóknafélaginu. Fólkið virtist vita af þessu
og finnur það á sér og þeir veita svo þjónustuna. Ég
tel að um 10.000 manns hafi komið til Hamblings á
þeim fjórum árum sem hann heimsótti ísland. Hann
var í transi þegar hann heilaði, tók tíu manns í einu á
fund og var um fimm mínútur með hvern einstakan.
Ég tel að þessu hafi einfaldlega verið stýrt að hand-
an, þeir höfðu lesið það út hjá mér að ég treysti mér
ekki til þess að fara að berjast í því að vera að veita
einhverja þjónustu, sem opinberir aðilar töldu óleyfi-
lega. Þó var nú reyndar Einar á Einarsstöðum að
veita sína þjónustu. Einnig starfaði Magnús jóhanns-
son læknir í gegnum Hafstein, sömuleiðis störfuðu
Margrét frá Öxnafelli og Ragnhildur Gottskálksdótt-
ir við þetta. En Sálarrannsóknafélagið hafði ekki
boðið upp á þessa þjónustu áður, þannig að þeir
stýrðu þessu einfaldlega þannig að sú starfsemi hófst
18 MORGUNN