Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 21

Morgunn - 01.12.1996, Side 21
Efnið og andinn hjá því þar með og hafa huglækningar verið stór þátt- ur í starfseminni síðan. Ég tel svo að þessi starfsemi hafi haft áhrif á nið- urstöður sem út komu í könnun dr. Erlends Haralds- sonar, sem hann gerði um dulræna reynslu íslend- inga. í þeirri könnun kemur fram, úr eitt þúsund manna úrtaki, á aldrinum 20-70 ára, að 45% að- spurðra höfðu haft samband við rniðil til lækninga með 92% jákvæðum árangri. Auk þessa stundaði Sveinbjörg Sveinsdóttir fyrirbænir og ég held að til hennar hafi leitað að meðaltali tíu aðilar á dag, allt árið um kring, sem þýðir a.m.k. 3000 beiðnir á ári. Hún skráði öll nöfnin í sérstaka bók, sem hún hafði til fyrirbæna. Kirkjan og spíritisminn Mikilvægt undirstöðuatriði í þessum málum er þetta: Blind trú útilokar skilning, án skilnings er eng- inn andlegur þroski, en andlegur þroski er megin til- gangur hverrar jarðvistar. Það þýðir að kirkjan er ekki að vinna að því verkefni sem hún á að vera að vinna að, því hún gengur út frá bókstaf þar sem mið- að er við trú og þekkingu, sem var til staðar fyrir 2000 árum og gengur þar með út frá því að engin viðbót né þróun hafi orðið í andlegri þekkingu síðan. Það stangast á við alla aðra þekkingu sem við höl'um í dag. Þar með er kirkjan að vinna gegn þroska þeirra einstaklinga sem hún segist bera umhyggju fyrir. Þetta er stöðnun og stöðnun þýðir dauði. Þetta er það, sem þeir eru að berjast við. Það er því mín skoð- un að kirkjan eigi að vera aðskilin frá ríkinu, það þarf morgunn 19

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.