Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 46

Morgunn - 01.12.1996, Side 46
Dulrænar frásagnir... Sigfríð Þorvaldsdóttir: Gamla konan Fyrir um það bil 25 árum síðan fluttum við fjöl- skyldan, hjón með 2 unga syni í íbúð í fjórbýlis- húsi í Kópavoginum. íbúðin var ný og falleg og und- um við okkur vel þar ásamt góðu sambýlisfólki. Ekki leið á löngu þar til ég fór að sjá gamla konu á ferli í íbúðinni, en enginn annar virtist sjá hana. Þeg- ar ég orðaði þetta við eiginmanninn gerði hann bara grín að mér. I fyrstu skiptin gerði þessi gamla kona mér svolít- ið bilt við stundum, en ég skynjaði fljótlega að ég þyrfti ekkert að óttast. Hún virtist bara vera að fylg- jast með. Nokkrir mánuðir liðu. Þá fóru sambýliskonur mín- ar í húsinu að spyrja mig hvort ég hefði ekki orðið vör við gamla konu. Þá höfðu þær séð hana og voru búnar að grafa það upp að þessi gamla kona hafði búið í litlu húsi (gömlum sumarbústað) á lóðinni, þar sem húsið okkar var. Sonur hennar fékk byggingar- leyfi fyrir þessu fjögurra íbúða húsi. Og ein íbúðin í húsinu var síðan fyrir soninn og fjölskyldu hans, og ein fyrir gömlu konuna. Tvær átti hins vegar að selja á almennum markaði til að borga fyrir allt saman. Gamla konan fékk inni tímabundið á elliheimili meðan á framkvæmdum stóð og gamla húsið væri rif- ið. En syninum gekk þetta verr en til stóð, því miður, og misstu þau þetta á endanum allt saman út úr hönd- unum og gamla konan varð innlyksa á elliheimilinu. Um það leyti sem við fluttum inn, hafði hún verið dáin í rúmt ár. 44 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.