Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 48

Morgunn - 01.12.1996, Page 48
Dulrænar frásagnir... Eva Lind Þórðardóttir: Hugleiðsla og margt fólk Það var þannig eitt kvöldið heima hjá mér, að ég ákvað sem fyrr, að hugleiða smávegis. Og þá varð ég fyrir því, sem ég vill kalla eftirminni- lega reynslu. Þetta gerðist þannig að ég var komin í mjög djúpt hugleiðsluástand, og allt í einu fer ég að finna fyrir því hvernig hálsinn á mér fer að lengjast stöðugt. Mér fer að hætta að standa á sama því að hálsinn á mér hélt áfram að lengjast og lengjast, og mér fannst hann hlyti að fara að slitna frá líkamanum að lokum. En þá uppgötva ég allt í einu að mér finnst eins og að líkami minn sé horfinn. Svo ég hugsa strax með mér, jæja best að hætta þessu og bíða bara eftir að ég vakni. Eftir þetta f'er draumurinn að verða sífellt ruglings- legri og á endanum rennur margt í honum saman fyr- ir mér. En allt í einu rofar til í honum og var þá statt fullt af fólki þarna í kringum mig ásamt einhverjum verum, sem svifu stöðugt í kringum mig. Eg sá ekki neitt af þessum verum sem þarna svifu, nema rétt augun á þeim, en þau voru svört, svona einhvern veg- in tígullaga með gulum hringjum í kring. Þessar verur gerðu ekki neitt heldur bara svifu um og störðu á mig. Þessu til viðbótar var einnig þarna fullt af fólki, sem ég get ekki almennilega lýst. En þetta fólk var alltaf að tala við mig og alltaf að segja að það þyrfti að tala við mig, en ég vildi aldrei hlusta á það, því ég væri svo hrædd við að vera of lengi út 46 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.