Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 53

Morgunn - 01.12.1996, Page 53
Aflitum og lækningum fyrsta spori að því þar sem árangur fræðslu fer að sýna sig og enn fleiri eru sporin uns maður getur far- ið að starfa að miðlun eða heilun. Allur asi og flýtir í námi í þessum efni er ekki til góðs. Að framangreindum formála loknum ætla ég að ræða um ýmsa liti, sem við þekkjum og vitum að eru í nánd við okkur og við getum nýtt, sjálfum okkur og öðrum til góðs, ef við höfum næga þekkingu til þess. Til skýringar vil ég geta þess hér, að ég tel mig skorta næga þekkingu á litum þessum til þess að senda öðrum þá, þess í stað sendi ég Ijósið, það er að segja lífsljósið, því án þess getur enginn verið. Við teljum okkur vita að orka sú, sem í litum býr geti verið mismikil. Við vitum líka að orkustöðvar okkar hafa ákveðna grunnliti. Það er að segja, að hver orkustöð hefur sinn lit er um hana hvirflast og að hann, vegna nálægðar sinnar við næstu orkustöð, blandast eitthvað hennar lit og þá myndast að sjálf- sögðu, nýr litur. Þegar svo allar orkustöðvarnar hafa blandað sín- um litum saman, að einhverju marki, þá eru þar sam- an komin býsna mörg litaafbrigði. En vegna hvers erum við að virða þetta fyrir okkur? Jú, það er vegna þess að við heyrum svo oft ýmsar fullyrðingar um að þessi eða hinn liturinn sé af hinu illa. T.d. er mikið rætt um að rautt sé slæmur litur og þá er jafnan vitn- að í reiði, „hann var eldrauður af reiði,“ og sjálfur eldurinn er líka oft talinn vondur, sem og hann getur auðvitað verið á stundum. Það gleymist hinsvegar að í þessum lit býr mikil orka og að sjálft blóðið í æðum okkar ber þennan lit með reisn. MORGUNN 51

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.