Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 57

Morgunn - 01.12.1996, Side 57
Af litum og lækningum Til þess að gera þetta auðskildara en ella, ætla ég að segja frá ýmsu sem ég tel mig nú skynja á annan hátt, en ég hafði gert áður en ég fór að sýsla við and- legu málin. Hvort þið fáið hliðstæða reynslu og ég tel mig hafa fengið, er ekki gott að segja en ég hvet ykkur til að hafa hugann opinn fyrir þessu. Og þar með hefjast þessar frásagnir: Hvaðan komu boðin? 19. mars 1993, var ég fundarstjóri á skyggnilýsing- arfundi hjá miðlinum Þórunni Maggý Guðmunds- dóttur. Úti var leiðindaveður, nokkur vindur og talsverð snjókoma. Ég átti því ekki von á að margmennt yrði á fundinum. Er ég var að leggja af stað að heiman, hringir sím- inn og er það Maggý, sem hringir. Hún spyr mig hvort ég telji nokkrar líkur á að einhverjir mæti og hvort ekki væri hægt að afboða fundinn. Ég sagði henni að mér sýndust engin tök á afboð- un þar sem svo áliðið væri. Ég teldi að við yrðum bara að mæta og sjá hverju fram yndi. Eins og vænta mátti féllst Þórunn strax á þetta. Að vanda mætti ég mjög tímanlega eða kl. 19.30, en fundurinn átti að byrja kl. 20.30 og ætlaði ég að nota tímann til að raða upp stólum og hafa allt tilbú- ið. Þar sem ég var ekki með lykil að húsinu ætlaði ég bara að hinkra uns hann kæmi, en sú sem með hann var, ætlaði að koma á svipuðum tíma og ég. morgunn 55

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.