Morgunn - 01.12.1996, Page 58
Af litum og lækningum
Sem ég nú stend þarna við dyrnar birtist húsráð-
andi óvænt og opnaði fyrir mér, svo bið mín varð
nánast engin.
Það má segja að ég hafi varla verið kominn inn er
fólk fór að týnast að og þegar Þórunn Maggý kom,
nokkru fyrir kl. 20.30, voru allir stólar í salnum setn-
ir og nokkrir sátu upp á borðum er laus voru.
í fundarsalnum voru stólar fyrir 70 manns en yfir
80 sóttu þennan fund, er varð mjög góður.
Eins og að framan segir er það að vonum að þessi
mikla fundarsókn kom okkur skemmtilega á óvart.
Þar sem ég hef lengi átt við þann vanda að etja að
þegar ég ætla að taka til máls á fundum, er eins og
eitthvað lokist í hálsi mínum og þarf ég þá að hafa
nægt vatn við hendina til að súpa á og liðka radd-
böndin, en nú bregður hinsvegar svo við að rödd og
öndun eru í besta lagi og ég þarf ekkert á vatni að
halda.
Þetta kom mér mjög á óvart og tel ég að hér hafi
fylgjendur Maggýjar átt hlut að máli.
Fundurinn gekk mjög vel í alla staði og stóð yfir í
hátt á annan klukkutíma og er ekkert meira af hon-
um að segja.
Annar þáttur
Sunnudaginn 21. mars er ég að bardúsa frammi í
eldhúsi heima hjá mér, var ég að hreinsa kæliskápinn
og var því hálfboginn við það verk. Ég var, eins og
sagt er, djúpt hugsi og hrökk því við er síminn
hringdi. Eg reysti mig mjög snöggt upp og þaut í sím-
ann, en þessi snögga upprisa mín varð þess valdandi
56 MORGUNN