Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 66

Morgunn - 01.12.1996, Page 66
Guðjón Baldvinsson: Eru kraftaverk kraftaverk? Við horfum út í hið óræða. Tómið, eins og það er stundum kallað. En tómið er bara orð. Fyrirbærið tóm er ekki til. Allsstaðar er ótakmarkaður kraftur, jafnvel svo mikill að hann getur skapað þrýsting. Líf og til- vera okkar sjálfra byggist á krafti. Lífskrafti. Einhvern tíma var sagt að vísindamenn byggju yfir það mikilli efnafræðilegri þekkingu í dag, að þeir treystu sér til þess að búa til eitt stykki mann. Það væri út af fyrir sig ekki óyfirstíganlegt verkefni. Nema að einu leyti þó, og ekki því lítilvægasta. Lífsanda gætu þeir ekki blásið í þennan heimatilbúna líkama sinn. Hvað segir þetta okkur? )ú, það staðfestir fyrir okkur það, að efnislíkami okkar hér á jörð, er hreint og klárt starfstæki viðkomandi mannsanda, eða sálar. Starfstæki, sem okkur ber að viðhalda og fara vel með svo sem kostur er, ekki síður en önnur efnisleg áhöld og tæki, sem við nostrum oft meira við og verndum en mikilvægasta tæki okkar, líkamann. Kraftur og orka er undirstaða alls. Tölum við ekki einmitt um „kraftaverk.“ Hvað er það? )ú, nákvæm- 64 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.