Morgunn - 01.12.1996, Side 69
Eru kraftaverk kraftaverk?
komast fram fyrir í ímynduðu framabrölti og
egóisma. Þessir eru sjálfum sér verstir. Einn þáttur
Iögmálsins er sá, að þú færð tilbaka það, sem þú gef-
ur og þá gjarnan með vöxtum. Og þetta lögmál verk-
ar hvort sem gjöfin er neikvæð eða jákvæð.
Ef einhver heldur að hann geti sí og æ verið að strá
um sig eiturbroddum og traðka með skítugum skón-
um, ef svo má segja, í andlegri tilveru annarra, án
þess að uppskera eins og hann sáir, þá er það sorg-
lega mikill misskilningur.
Stundum finnst mér að fólk sé haldið þeirri hugs-
anavillu að úr því að það lendi ekki sjálft í nákvæm-
lega sömu aðstöðu og það fólk, sem það e.t.v. er að
koma í með framkomu sinni og gerðum, þá hljóti allt
þetta tal um lögmál orsaka og afleiðinga að vera
hjóm og vitleysa. En það er það svo sannarlega ekki.
Með því að gera á hlut annarra, þá erum við að spilla
fyrir möguleikum okkar, við erum að slíta þræði, sem
eru spunnir úr kærleika í vefnaði lífsins. Og hvað
þýðir það? ]ú, þeir þræðir, sem við treystum á, verða
smám saman fleiri spunnir úr þáttum neiðkvæðra til-
finninga, ágirndar og sjálfselsku. Það segir sig sjálft
að ólíklegt er að þeir þræðir skapi okkur brú til
ánægjulegs og gefandi lífs. Við erum sem sagt á
hverju augnabliki að skapa þætti í þræði, sem smám
saman skapa þann vefnað, sem lífsferð og hamingja
okkar byggist á. Og skyldi þessi vefnaður vera úr
hefðbundnum lopa og ullarbandi? Ó, nei, ekki er það
nú. Efnið í þessum þráðum er jákvæðni og kærleik-
ur, eða andstæða hans, neikvæðni og hatur, og í raun
allt þar á milli, allt eftir því hvaða grunnefni við velj-
um að nota í lífsverkið, sem er það að spinna sinn
morgunn 67