Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 70

Morgunn - 01.12.1996, Page 70
Eru kraftaverk kruftaverk? hamingjuþráð. Ég segi „veljum,“ því alltaf höfum við okkar frjálsa vilja til þess að velja og hafna. í því felst þroskinn. Við getum ekki leyft okkur að spinna nei- kvæða þræði allt í kringum okkur og treysta bara á það að ef illa fer, þá verði alltaf einhver til þess að sjá aumur á okkur og gera á okkur góðverk og allt verði síðan gott aftur. En er þá hægt að bjarga manneskju sem hefur lent í því að „spinna“ sig þannig út í erfitt líf og gera á henni kraftaverk eins og við höfum verið að skil- greina það hér á undan. Það tel ég ótvírætt vera. En slíkt hlýtur að taka tíma, allt eftir því hversu hratt og mikið hefur verið spunnið. Við erum að sjálfsögðu samofin þeim vef, sem við höfum þannig spunnið líf okkar í og það er vart um annað að ræða en að breyta sjálfum grunninum, því andlega grunnefni, sem við notum í þætti vefsins. Og þessir þættir, sem byggðir eru upp af efni eins og tilfinningum, hugsunum og öðru slíku andlegu efni, hljóta að byggjast á tíðni. Það þýðir að ef þú ætlar að fara að breyta efni þráð- anna þá verður það að gerast smám saman. Það er ekki hægt að spinna saman kærleika og hatur á sín- um ystu mörkum. En bíddu við, kann nú einhver að hugsa, þú ert að tala um kraftaverk. Væri ekki bara hægt að gera eitt slíkt á manneskjunni, klippa í burtu þessa óheilla- þræði hennar, spinna í hana þræði úr kærleika og ást til lífsins, væri það ekki svo sannarlega trúverðugt kraftaverk? jú, líklega, en hún er bara engu bættari með það. Hún er stödd þarna, á þessum stað í sínum lífsins vef og þroska, og allt í kringum hana er vefur af sömu uppistöðu og hún notaði. Eðli málsins sam- 68 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.