Morgunn - 01.12.1996, Side 73
Eru kraftaverk kraftaverk?
Þetta málefni er svo mikilvægt, og það að fólk opni
augu sín fyrir því hvað það er í raun að miklu leyti
eigin gæfusmiðir. Eigin gæfusmiðir í andlegum mál-
um. Andinn er ljósið, lögmál efnisins skugginn. Og
því sterkara sem ljósið verður, því veikari verður
skugginn. Og því verður ekki neitað að skugginn á
nokkuð sterk ítök í efnisheimi okkar hér á jörð. Og
þar í liggur í rauninni okkar barátta hér á jörðu, bar-
áttunni á milli ljóss og skugga, á öllum sviðum, and-
legum og efnislegum og þá ekki hvað síst samskipta-
legum.
Við reynum að lifa eftir því, sem við höfum lært og
erum að boða, en fyrir okkur verður, eðli málsins
samkvæmt, vegna þess staðar sem við dveljum á, ein-
staklingar, sem sýna okkur yfirdrepsskap, óbilgirni,
reyna jafnvel að nýta sér jákvæðni okkar og vilja til
einlægni, telja slíkt jafnvel til einfeldni og barnaskap-
ar, sem ekki búi yfir þeim drifkrafti sem til þarf til að
komast af í efnisheimi. Þetta verðum við að sjálf-
sögðu að meta hverju sinni. Tíðni mannfólksins er
svo misjöfn. Þú getur ekki spunnið saman þræði
ágirndar og gjafmildi. Við megum vissulega ekki
missa sjónar af lögmálum efnisins þó okkur séu Ijós
gildi hinna andlegu verðmæta. Þroski okkar og lær-
dómur felst í því að tvinna þetta saman með þeim
hætti að við komum út úr því sem betri manneskjur
og sterkari ljósgjafar. Við munum alltaf þurfa að
standa frammi fyrir ófyrirséðum skyndiprófum og
einkunn okkar mun ráðast af því, hvernig okkur tekst
að leysa úr þeim og þá ekki hvað síst gagnvart okkur
sjálfum. Við skulum ekki láta bugast undan þunga
efnisins né láta undan vilja þeirra, sem vilja neikvæða
MORGUNN 71