Morgunn - 01.12.1996, Page 79
Hugheimar
um orðum: sæla hvers og eins takmarkast af því, hve
sæluþrá hans er mikil og engu öðru.
Og menn geta fyrst farið að átta sig á eðli lífsins og
uppsprettu þess, þegar komið er til hugheima. Þar
fyrst geta menn fengið dálitla hygmynd um hvað guð
(Logos) hlýtur að vera og hver er tilgangur hans með
mannlífið. Þegar við höfum einu sinni komið auga á
hinn stórfellda veruleik, er blasir þar við okkur og
vekur hjá okkur óumræðilega undrun, getur ekki hjá
því farið, að við sjáum að við hljótum að líta héðan í
frá, allt öðrum augum á lífið en við höfum áður gert.
Og okkur hlýtur að reka í rogastans er við sjáum hve
afskaplega ófullkomnar hgmyndir allir veraldar-
hyggjumenn hafa gert sér um sanna sælu. Við
komumst ekki hjá því að sjá, að flestar sæluhug-
myndir þeirra eru „reykur, bóla eða vindaský,“ eru
allt annað en þær eiga að vera og gætu ekki veitt
verulega sælu, þótt þær breyttust í veruleika; enda
stefna slíkir menn í þveröfuga átt við sælu þá, sem
þeir eru að leita að. í hugheimum getur fyrst að finna
þá fegurð og þann sannleika, sem jafnvel hinir feg-
urstu skáldadraumar fá ekki jafnast við. Og í hinum
óviðjafnanlega dýrðarljóma hugheima, sýnist öll
veruleg gleði deprast og dvína og varla verða annað
né meira en ömurleg blekking, er hefur enga full-
nægju í sér fólgna.
Við verðum að reyna að gera nokkuð ítarlegri grein
fyrir öllum þessum atriðum síðar. En það, sem við
viljum taka nú sérstaklega fram, er það, að þessi
óumræðilega sælutilfinning, sem hver maður verður
gagntekinn af, undireins og hann kemur á hið
himneska tilverustig, er eigi aðeins sprottin af því að
MORGUNN 77