Morgunn - 01.12.1997, Blaðsíða 14
Ritstjórarabb
úr svo kallaðri fyrirbæramiðlun, nema þá í frumbernsku
spíritismans. Einnig Silfur-Birkir hefur rætt um fyrir-
bæramiðlun sem nokkurs konar leikföng, líkt og börn fá í
bernsku.
Það er því svo að sjá að fyrirbæramiðlun hafi þjónað
vissum tilgangi í framþróun spíritismans til þess að vekja
athygli á honum í heimi efnis og vantrúar. Fyrirbæra-
miðlun er enn til staðar reyndar, þó hún sé í miklu minna
mæli en hún var á upphafsárum spíritismans.
Og nokkuð merkileg er sú niðurstaða hins kunna
rannsóknamanns á þessu sviði, D. Scott Rogo, sem fram
kemur í grein hans í þessu hefti, „Sannanir fyrir lífi eftir
dauðann,“ um að allt bendi til þess að visindalegar
sannanir fyrir framhaldslífi verði ekki fundnar meðal
lifenda á jarðsviðinu. Hann telur að árangur allra þeirra
gífurlegu rannsókna, sem hafa verið og eru enn fram-
kvæmdar um allan heim, séu enn á þeim þröskuldi og þær
voru fyrir 100 árum síðan. I þeim er verið að fást við
tilfelli, sem ákveðið benda til beins sambands við „látið“
fólk í öðrum heimi.
Fyrirbærin eru til staðar og margir telja þau færa okkur
andlegar sannanir í stórum stíl. En eðlisfræðilega og sam-
kvæmt þekkingarstöðlum jarðneskra vísinda hefur ekki
tekist að fá þau viðurkennd. Þýðir það þá að þau séu
ímyndanir og órar, eitthvað, sem búið er til af mannfólki
jarðar? Auðvitað ekki. Fyrir liggur að vísindin viðurkenna
að þessi fyrirbæri séu fyrir hendi, en af því að ÞAU geta
ekki útskýrt þau, þá hafna þau þeim.
Andlega hluti er og verður erfitt að hlutgera og sanna.
Er ekki líka hægt að lesa það út úr niðurstöðu D. Scott
Rogos að svo beinharðar sannanir verði fundnar, þurfi að
koma til aðstoð að handan. Með öðrum orðum, vísinda-
12 MORGUNN