Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 39

Morgunn - 01.12.1997, Side 39
Hugsanaflutningur Aðrir rannsakendur hafa haldið því fram að tilfinningar og tilfinningatengsl spili mikilvægt hlutverk i dulrænni skynjun og þeir ganga svo langt að staðhæfa að hugsanaflutningur geti því aðeins átt sér stað að „skeytið“ innihaldi sterkan, tilfinningalegan slagkraft. En ekkert af þessu skýrir á nokkurn hátt hvernig hugsanalfutningur virkar. Á Viktoríutímanum héldu menn að dularfullur alltumlykjandi „eter“ væri burðarefni hugs- ana á milli tveggja mannsheila. Nokkrir fullyrtu að það væru andar látinna sem þarna væru að verki. Eftir því sem tæknin þróaðist og þekking okkar á eðlisfræði batnaði, komu fram kenningar sem stðahæfðu að hugsanirnar breiddust út sem viss tegund bylgna, þar sem annar aðilinn virkaði sem nokkurs konar náttúrlegur útvarps- sendir, á meðan hinn var móttakari. Þegar allt kemur til alls, þá er örvænting dulsálar- fræðinganna enn mikil. Það er erfitt að horfa framhjá þeirri niðurstöðu að hefði verið um eitthvað að tala, þá væru umræðurnar yfirstaðnar fyrir mörgum árum síðan. Þrátt fyrir að sífellt fleiri vitnisburðir komi fram, þá hafa vísindin enn ekki sannað tilvist dulrænnar skynjunar (ESP), jafnvel þó menn safni af trúmennsku öllum áður nefndum vitnisburðum, eins og t.d. þessum, sem er frá enskri dömu: „Á jólakvöldi fyrir tæpum tuttugu árum síðan, ætluðum við hjónin að fara í leikhúsið, sem var í 10 kílómetra fjarlœgð þaðan sem við hjuggum. Við höfðum komið litla drengnum okkar í rúmið og skilið hann eftir hjá ömmu og tíu ára dóttur okkar, ásamt heimilishjálp fjölskyldunnar. Við vorum rétt komin inn í anddyri leikhússins þegar ég fékk skyndilega ákaflega sterka löngun til þess að fara MORGUNN 37

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.