Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 90

Morgunn - 01.12.1997, Side 90
C. W Leadbeater: Hugheimar 3. hluti. Annálar náttúrunnar Þegar við reynum að lýsa hér aðal sérkennum hugheima, megum við ekki gleyma að geta þeirra mynda, er sjást þar af öllum þeim atburðum, er hafa gerst og eru alltaf í ijarsýn á hinu himneska tilverustigi. Myndir þessar eru það, sem við köllum hin óafmáanlegu minnisblöð náttúrunnar eða annála hennar og eru í raun- inni hin eina veraldarsaga, sem unnt er að treysta. Og jafnvel þótt þessar myndir af fortíðinni, er sjást í hug- heimum, séu ekki nema endurskin af öðrum myndum, er tilheyra ennþá hærra tilverustigi, þá eru þær mjög greini- legar og sjást þar í óslitinni röð og eru þar af leiðandi ólíkar hinum óreglulegu og óáreiðanlegu myndum, sem menn sjá stundum í geðheimum. Þess vegna er ekki hægt að treysta athugunum dulskyggnra manna á þessum myndum, fyrr en þeir hafa öðlast hugræna skyggni. Þeir þurfa og meira að segja að geta, farið með fullri með- vitund frá hugheimum og ofan á hið jarðneska tilverustig, því að á meðan þeir eru ekki færir um það, má alltaf gera ráð fyrir því, að þeim geti skjöplast, það er að segja, geti ekki flutt óbrjálaða endurminningu inn í heilameðvitund sína um það, er þeir hafa séð. 88 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.