Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 22

Morgunn - 01.12.1997, Page 22
Sannanir fyrir liji eftir dauðann líkamann og væri finnanlegt. Þetta leiddi svo til árangursríkra leitar-tilrauna hans með Keith Harary, sem þá var háskólanemi við Duke háskólann. Frægustu og árangursríkustu tilraunir hans snerust um litla kettlinginn hans, Anda, en hegðun hans breyttist af- gerandi þegar Keith vann með hann. Bæði dr. Osis og dr. Morris töldu að tilraunir þeirra væru í samræmi við framlífstilgátuna en ekki sönnun fyrir henni. Dr. Morris hafði sérstaklega lítið upp úr krafsinu þegar til þess kom að ákvarða hvað niðurstöður rannsókna raunverulega gáfu til kynna, og enn þann dag í dag er hann hlutlaus um hvaða niðurstöður má draga af rann- sóknum hans. Dulsálarfræðingar í dag eru samt sem áður að leita að meiru en bara grunnsönnun fyrir framhaldslífi. Um stund leit út fyrir að besta leiðin að málinu væri í gegnum sál- farir, en þær reyndust ekki eins nytsamar og margir dul- sálarfræðingar höfðu vonað. Sálfarir reyndust vera of flóknar sál- og dulsálarffæðilega í vinnslu og enn í dag eru þær ráðgáta fyrir mörgu rannsóknafólki sem kannað hefur leyndardóma þeirra. Þrátt fyrir t.d. sérstaka hæfileika sína, þá var Keith Harary mjög ósamkvæmur sjálfum sér þegar hann var að framkvæma tilraunir með marksálfarir þær sem dr. Osis útbjó með Ingo Swann. Og jafnvel dr. Osis varð að játa að lokum, að hann gæti aðeins fundið einn annan aðila sem gæti sýnt árangur í tilraunum hans. Mikilvægi sálfara við rannsóknir á framlífi heldur engu að síður áfram að vekja áhuga nokkurra rannsóknamanna. Því, þegar til lengdar lét, þá fúndust, á sjöunda áratug- num, nokkur rök, sem gáfu til kynna að í vissum tilvikum a.m.k., þá er það eitthvað finnanlegt sem yfirgefur lík- amann við sálfarir 20 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.