Morgunn - 01.12.1997, Blaðsíða 95
Hugheimar
Þaðan veita þeir og hinum andlegu orkustraumum, er
koma af hinni óumræðilega miklu sjálfsfórn Nírmana-
kayanna. Þar kenna þeir einnig þeim lærisveinum sínum,
sem hafa tekið svo miklum þroska, að þeim verður kennt
þar, af því að þar verður skilningur þeirra margfalt skarp-
ari en til dæmis í geðheimum. Þar að auki hafa þeir mikið
starf með höndum til hjálpar framliðnum mönnum, en frá
þeirri starfsemi þeirra verður skýrt síðar greinum þessum.
Við komumst að raun um, okkur til mikillar ánægju, að
hinir ógeðfelldu íbúar geðheima eru, að heita má, ekki til
í hugheimum. Það, sem sérkennir hugheima framar öllu
öðru, er hið andlega líf, sem er gersneytt allri eigingirni.
Þess vegna er þar enginn staður fyrir þá menn er fara með
töfra eða það, sem við köllum blakka kyngi, af því að
eigingirnin setur snið sitt á allar framkvæmdir þeirra. Þeir
afla sér þekkingar á hinum huldu öflum náttúrunnar, til
þess eins að nota þau sjálfum sér í hag. En þeir fá samt
sem áður aflað sér mikillar þekkingar og tekið miklum
vitsmunaþroska og þar af leiðandi er huglíkami þeirra
orðinn öflugt starffæri og næmur fyrir ýmsum utanað-
komandi áhrifum. En slík áhrif verða að vera eitthvað í
ætt við eigingjarnar hvatir og berast þá vitundinni gegn-
um hinar þéttari efnistegundir geðlíkamans, að þær verða
ekki aðgreindar. Afleiðingin verður sú, að starfsemi þeirra
manna, er fara með töfrabrögð eða kyngi, er takmörkuð
við hin ýmsu svæði geðheima og jarðríki. Maður, sem
hefur lifað illu og óguðlegu lífi, getur auðvitað hugsað
góðar hugsanir og háleitar einstöku sinnum. Og ef hann
hefur lært að nota huglíkama sinn, er honum unnt að
starfa i honum. En undir eins og honum rennur eitthvað
eigingjarnt í hug og reynir að koma einhverju illu til
vegar, veit hann ekki fyrri til en hann er umlukinn eða
MORGUNN 93