Morgunn - 01.12.1997, Blaðsíða 34
Hugsanaflutningur
raunir í þeirri von að geta sýnt fram á að hugsana-
flutningur, sem nú er þekktur undir ensku skamm-
stöfuninni ESP (extra-sensory-perseption), væri, án
nokkurs vafa, mögulegur. Nú hafa þeir unnið að þessu í
100 ár og eru enn að reyna að sanna það, þrátt fyrir allar
þær dularfullu frásagnir um hugsanaflutning, sem berast
þeim stanslaust.
Sígilt tilfelli
Frú Joicey Acker Hurth frá Cedarburg í Wisconsin í
Bandaríkjunum, sagði frá, í bréfi til dr. lan Stevenson hjá
háskólanum í Virginia, hreint ótrúlegum skilaboðum sem
hún hafði skynjað árið 1949 frá föður sínum. Frú Hurt
hafði verið gift í 3 mánuði og bjó með manni sínum í húsi
foreldra hans, sem var í 1500 kílómetra fjarlægð frá þeim
stað sem faðir hennar bjó á, þ.e. borginni Anderson í
Suður-Carolina:
„Það var skömmu eftir miðnœtti 23. janúar að ég
vaknaði í mjög ömurlegu ástandi og fullvissu um að
eitthvað mikið vœri að. Ég vildi ekki vekja manninn minn,
svo ég lá lengi og starði upp í loftið, sem varla var
greinanlegt í myrkrinu. Ég man að égfann hræðilega til I
hjartanu og ég hyrjaði að gráta og þrýsti höfðinu niður í
koddann til þess að kœfa kjökurhljóðið í mér. “
Eiginmaður frú Hurth vaknaði og hún endurtók aftur og
aftur að hún vœri viss um að eitthvað vœri að. Tengda-
foreldrar hennar tóku eftir því við morgunverðarborðið
að hún var útgrátin og leið illa.
„Ég var nýbúin að setja brauðsneiöar í brauðristina og
á meðan ég beið eftir að þær yróu tilbúnar, snerist ég
skyndilega á hœli og hrópaði:
32 MORGUNN