Morgunn - 01.12.1997, Blaðsíða 82
Afangaskýrsla rannsóknanefndar SRFI
ekki árangri, þrátt fyrir ýmis góð ráð að handan og var ein
ástæðan m.a. talin dreifing orku tilraunafundanna, þ.e.
reynt var að vinna að tvenns konar tilraunum í einu. Boð
komu að handan um að það gerði þeim erfiðara fyrir.
Nauðsynlegt væri að einbeita sér að aðeins einni tegund
tilraunar í einu. Kom þetta fram undir lok vetrar, þegar
starfinu var um það bil að ljúka.
Þriðji hópurinn gerði einnig s.k. borðlyftingartilraun
með nokkuð góðum árangri árið 1991.)
Verkefni 4.
Þá hefur nefndin hrint í framkvæmd gamalli hugmynd
eins meðlima hennar, Arnar Guðmundssonar, um að helja
söfnun nafna og upplýsinga um fólk með dulræna
hæfileika á íslandi. Höfum við útbúið sérstakt eyðublað í
þeim tilgangi, sem m.a. hefur verið komið til skrifstofu-
stjóra félagsins en hún hefur góðfúslega orðið við til-
mælum um að skrá niður nöfn slíks fólks, sem berast til
skrifstofunnar, auk þess sem nefndarmenn vinna allir að
söfnuninni. Æskilegt væri einnig að fá aðstoð stjórnar og
varastjórnar félagsins við skráningu þessa og svo margra
annarra sem kostur er. Hugmyndin er og að auglýsa í
Morgni eftir upplýsingum um fólk með dulræna hæfi-
leika. Rétt er að taka fram í þessu sambandi, að ekki
verður um að ræða á þessum lista, þegar hann er kominn
í endanlegt form, önnur nöfn en þeirra, sem gefa sam-
þykki sitt fyrir þvi að þau séu þannig skráð. Við reiknum
með að listinn verði trúnaðarmál og eingöngu til afnota
fyrir stjórn og rannsóknanefnd Sálarrannsóknafélagsins.
Nefndin hefur svo hugsað sér að ræða við sem flest af
þessu fólki, kanna hæfileika þess og skrá og fá jafnvel
80 MORGUNN