Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 56

Morgunn - 01.12.1997, Side 56
Þau sjá bókstafma í litum af lituðum orðum og bókstöfum, nöfnum með bragði og hljóðum af ýmsu tagi. Og venjulega hafa líka litsjá- endurnir verið álitnir skrýtnir. Það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem menn fóru að rannsaka fyrirbærið af alvöru og það hefur komið ljós að það eru til margvísleg dæmi um litsýn í bókmenntun- um. Hinn frægi, enski heimspekingur, John Locke, skrifaði t.d. á 17. öld um blindan mann, sem lýsti skarlatsrauðum lit, sem hann hafði aldrei séð, sem „hljóði úr trompet.“ Um litsýn skrifa líka frægir rithöfundar eins og Vladi- mar Nabohov, Charles Baudelaire og Arthur Rimbaud. Þeir hafa allir þrír lýst nokkrum tilfellum sem fjalla um hið sérstaka samspil á milli hljóðs, forms og lita. Nabokov skrifar þannig í bókinni „Æskuár mín í Evrópu,“ að það, hvernig hann hreyfir munninn þegar hann segir heiti bókstafs, gefi það form og þann lit sem verði til í vitundinni. Hann lýsir því einnig hvernig „A“ hefur sama yfirbragð og veðrað tré, „G“ eins og gróft gúmmí og „0“ eins og filabein. Franski rithöfundurinn Joris Karl Huysmans skapaði sögupersónu sem tengir saman hljóð sérstakra hljóðfæra við ýmis tákn fyrir áfengi. T.d. álítur hann að gin tilheyri kornetti, viskí básúnu og gamalt koníak fiðlu. Annað stuttort dæmi kemur frá núlifandi meðlim alþjóðasambands litsjáenda. Hann telur að „nafnið Francis hafi bragð af bökuðum baunum." Þýð. : G.B. 54 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.